Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júní 2016 14:20 Glaðir Íslendingar fyrir utan Rauðu Mylluna í gær. Næst mætum við Englendingum en þeir eru nokkuð þekktir fyrir óspektir. Vísir/Vilhelm Íslendingar eru að gera góða hluti á Evrópumóti karla í knattspyrnu hvert sem litið er. Fulltrúar Ríkislögreglustjórar í Frakklandi eru í það minnsta himinlifandi með Íslendinga á vellinum og utan hans. „Á heildina litið gekk þetta alveg stórkostlega vel,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi sem starfað hefur í stjórnstöð lögreglu í París síðan mótið hófst aðspurður um hvernig hefði gengið í gær, fyrir og eftir leik. Fjölmargir Íslendingar eru staddir úti í Frakklandi til þess að styðja landsliðið sem vann frækinn 2-1 sigur á liði Austurríkismanna í gær.Hlýtt á milli Austurríkismanna og Íslendinga „Stuðningsmenn á vegum Tólfunnar söfnuðust saman í kringum Moulin Rouge fyrir leikinn í gær og við höfum ekki heyrt annað en að þetta hafi gengið ofboðslega vel.Íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra í gærkvöldi og gleyma stundinni á Stade de France seint, líklega aldrei.Vísir/VilhelmEftir leikinn höfum við aðeins heyrt af því að Íslendingar og Austurríkismenn hafi hreinlega verið að skemmta sér saman fram eftir nóttu. Enda tvær stórkostlegar þjóðir sem komu þarna saman og sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti og hafa gaman af þessu.“ Ensku fótboltabullurnar næstar á dagskrá Nokkuð hefur verið um að fótboltabullur hafi gert óskunda á mótinu en sérstaklega hafa verið læti í kringum stuðningsmenn enska landsliðsins sem Íslendingar mæta á mánudag. Fjölmargir hafa verið handteknir vegna óláta í kringum leiki mótsins. Tjörvi segir engar sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar vegna leiksins á mánudag enda kom aðeins í ljós í gær hver andstæðingurinn yrði. Lögreglufulltrúar frá Íslandi taka daginn rólega í dag og eru aðeins með menn á bakvakt vegna þess hve langt er í leik. Á morgun fer dagurinn hins vegar í að undirbúa, greina og meta næsta leik. Mikil lögreglugæsla er á mótinu enda gríðarlegur fjöldi fólks samankominn í Frakklandi. Vísir/Vilhelm/Getty/EPA„Við gerum fyrirfram ekki ráð fyrir neinum vandræðum. Ég ræddi aðeins við breskan kollega minn í gær og það var ekkert í þeim samræðum sem gaf til kynna að þetta ætti eftir að verða eitthvað vandamál,“ útskýrir Tjörvi. Ísland heillar Evrópu „Þetta getur náttúrulega ekki verið skemmtilegri leikur. Að takast á við England í borg eins og Nice þar sem er sérstaklega gaman fyrir stuðningsmenn að safnast saman.“ Tjörvi segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. Íslenskir stuðningsmenn draga alla með sér í fögnuðinn og hegða sér svo óaðfinnanlega. „Eyjan í Atlantshafinu er að hrífa Evrópu með sér í gleðinni,“ segir Tjörvi sáttur með samlanda sína. Tjörvi tekur þó fram að þeir fái aðeins fregnir af þeim tilkynningum sem berast lögreglu. Lögreglufulltrúar Ríkislögreglustjóra verða úti þangað til íslenska liðið dettur út. Þegar slíkt gerist tekur það sendinefndirnar um tvo daga að ganga frá og senda skýrslur um mótið. Þegar hefur tekið að fækka í stjórnstöðinni enda komust aðeins 16 lið af 24 áfram upp úr fyrstu umferð. „Við gerum bara ráð fyrir því að koma heim 10. júlí, ekki fyrr,“ segir Tjörvi og hlær. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09 Sigurlaunin sæt á Stade de France í gær Íslenska landsliðið í fótbolta komst í 16 liða úrslit á Evrópumótinu í gær þegar strákarnir okkar unnu Austurríki, 2-1, á Stade de France. Eftir erfiðan leik voru það varamennirnir sem innsigluðu sigurinn í stærsta leik liðsins frá upphafi. 23. júní 2016 06:00 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Íslendingar eru að gera góða hluti á Evrópumóti karla í knattspyrnu hvert sem litið er. Fulltrúar Ríkislögreglustjórar í Frakklandi eru í það minnsta himinlifandi með Íslendinga á vellinum og utan hans. „Á heildina litið gekk þetta alveg stórkostlega vel,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi sem starfað hefur í stjórnstöð lögreglu í París síðan mótið hófst aðspurður um hvernig hefði gengið í gær, fyrir og eftir leik. Fjölmargir Íslendingar eru staddir úti í Frakklandi til þess að styðja landsliðið sem vann frækinn 2-1 sigur á liði Austurríkismanna í gær.Hlýtt á milli Austurríkismanna og Íslendinga „Stuðningsmenn á vegum Tólfunnar söfnuðust saman í kringum Moulin Rouge fyrir leikinn í gær og við höfum ekki heyrt annað en að þetta hafi gengið ofboðslega vel.Íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra í gærkvöldi og gleyma stundinni á Stade de France seint, líklega aldrei.Vísir/VilhelmEftir leikinn höfum við aðeins heyrt af því að Íslendingar og Austurríkismenn hafi hreinlega verið að skemmta sér saman fram eftir nóttu. Enda tvær stórkostlegar þjóðir sem komu þarna saman og sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti og hafa gaman af þessu.“ Ensku fótboltabullurnar næstar á dagskrá Nokkuð hefur verið um að fótboltabullur hafi gert óskunda á mótinu en sérstaklega hafa verið læti í kringum stuðningsmenn enska landsliðsins sem Íslendingar mæta á mánudag. Fjölmargir hafa verið handteknir vegna óláta í kringum leiki mótsins. Tjörvi segir engar sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar vegna leiksins á mánudag enda kom aðeins í ljós í gær hver andstæðingurinn yrði. Lögreglufulltrúar frá Íslandi taka daginn rólega í dag og eru aðeins með menn á bakvakt vegna þess hve langt er í leik. Á morgun fer dagurinn hins vegar í að undirbúa, greina og meta næsta leik. Mikil lögreglugæsla er á mótinu enda gríðarlegur fjöldi fólks samankominn í Frakklandi. Vísir/Vilhelm/Getty/EPA„Við gerum fyrirfram ekki ráð fyrir neinum vandræðum. Ég ræddi aðeins við breskan kollega minn í gær og það var ekkert í þeim samræðum sem gaf til kynna að þetta ætti eftir að verða eitthvað vandamál,“ útskýrir Tjörvi. Ísland heillar Evrópu „Þetta getur náttúrulega ekki verið skemmtilegri leikur. Að takast á við England í borg eins og Nice þar sem er sérstaklega gaman fyrir stuðningsmenn að safnast saman.“ Tjörvi segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. Íslenskir stuðningsmenn draga alla með sér í fögnuðinn og hegða sér svo óaðfinnanlega. „Eyjan í Atlantshafinu er að hrífa Evrópu með sér í gleðinni,“ segir Tjörvi sáttur með samlanda sína. Tjörvi tekur þó fram að þeir fái aðeins fregnir af þeim tilkynningum sem berast lögreglu. Lögreglufulltrúar Ríkislögreglustjóra verða úti þangað til íslenska liðið dettur út. Þegar slíkt gerist tekur það sendinefndirnar um tvo daga að ganga frá og senda skýrslur um mótið. Þegar hefur tekið að fækka í stjórnstöðinni enda komust aðeins 16 lið af 24 áfram upp úr fyrstu umferð. „Við gerum bara ráð fyrir því að koma heim 10. júlí, ekki fyrr,“ segir Tjörvi og hlær.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09 Sigurlaunin sæt á Stade de France í gær Íslenska landsliðið í fótbolta komst í 16 liða úrslit á Evrópumótinu í gær þegar strákarnir okkar unnu Austurríki, 2-1, á Stade de France. Eftir erfiðan leik voru það varamennirnir sem innsigluðu sigurinn í stærsta leik liðsins frá upphafi. 23. júní 2016 06:00 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09
Sigurlaunin sæt á Stade de France í gær Íslenska landsliðið í fótbolta komst í 16 liða úrslit á Evrópumótinu í gær þegar strákarnir okkar unnu Austurríki, 2-1, á Stade de France. Eftir erfiðan leik voru það varamennirnir sem innsigluðu sigurinn í stærsta leik liðsins frá upphafi. 23. júní 2016 06:00
Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12