Innlent

IKEA innkallar PATRULL öryggishlið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hliðið sem um ræðir.
Hliðið sem um ræðir. mynd/ikea
IKEA hafa borist tilkynningar um hlið sem opnuðust við álag þannig að börn hafi dottið niður stiga og hlotið væg meiðsl. Ekki hafa þó borist tilkynningar hér á landi en rannsókn þriðja aðila leiddi í ljós að búnaðurinn sem á að læsa hliðinu sé ekki nógu áreiðanlegur, þrátt fyrir að uppfylla tilheyrandi staðla.  

„Við gerum engar undantekningar þegar öryggi barna er annars vegar. Við viljum bjóða upp á vörur sem eru öruggar og heilsusamlegar fyrir mikilvægasta fólkið. Ef við höfum minnsta grun um að öryggi sé ábótavant í vörunum okkar, bregðumst við við því. Við getum ekki sætt okkur við að leikur barna feli í sér mögulega hættu og því innköllum við öll PATRULL öryggishlið,“ er haft eftir Mariu Thörn viðskiptastjóra í Barna IKEA í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þrátt fyrir að hliðin uppfylli stranga öryggisstaðla, gefur IKEA engan afslátt hvað öryggi barna varðar og hvetur alla viðskiptavini sem eiga PATRULL öryggishlið til að koma með það í verslunina og fá endurgreitt.

PATRULL öryggishlið, PATRULL KLÄMMA og PATRULL FAST hafa verið seld á öllum markaðssvæðum IKEA. Ekki þarf að sýna greiðslukvittun til að fá endurgreitt. Nánari upplýsingar má finna á www.IKEA.is og í þjónustuveri IKEA í síma 520 2500.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×