Innlent

Opnað fyrir umferð á Öxnadalsheiði eftir banaslys

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Öxnadalsheiði er fjallvegurinn mill Varmahlíðar og Akureyrar.
Öxnadalsheiði er fjallvegurinn mill Varmahlíðar og Akureyrar. vísir/loftmyndir.is
Búið er að aflétta lokun vegarins um Öxnadalsheiði en honum var lokað vegna umferðaslyss sem varð þar í morgun. Hægt var að komast um Ólafsfjarðarveg meðan vegurinn var lokaður.

Einn lést í slysinu sem varð þegar ein bifreið tók fram úr annarri bifreið í þann mund sem smárúta á norðurleið kom á móti bílunum. Bíllinn sem tók fram úr valt út af veginum og rútan og hinn bíllinn skullu saman. Tveir voru í jeppanum og tveir í fólksbílnum.

Einn er alvarlega slasaður en allir aðrir farþegar hafa verið fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×