Stjörnunum heldur áfram að fækka í bandaríska körfuboltalandsliðinu fyrir ÓL í Ríó.
Nú hefur LeBron James gefið það út að hann ætli ekki að gefa kost á sér í landsliðið.
James er búinn að vinna tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og var að leiða lið sitt, Cleveland Cavaliers, til NBA-meistaratitils. Hann er þreyttur.
„Ég gæti svo sannarlega þegið smá hvíld núna,“ sagði James sem hefur fjórum sinnum verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar.
Í lið Bandaríkjanna vantar nú þegar stjörnur á borð við Steph Curry, James Harden, Chris Paul og Anthony Davis.
Körfubolti