Serbinn Novak Djokovic stóð uppi sem sigurvegari á Opna franska meistaramótinu í Tennis í dag eftir að hafa lagt Bretann Andy Murray af velli, 3-6, 6-1, 6-2 og 6-4.
Þetta var í fyrsta skipti sem Djokovic vinnur Opna franska og var þetta tólfti risatitill Serbans á ferlinum. Djokovic er núna fyrsti maðurinn í tæplega fimmtíu ár sem er handhafi allra stærstu titlana á sama tímanum.
Sigurinn var greinilega mikilvægur fyrir Djokovic sem féll aftur fyrir sig og lá lengi á gólfinu þegar ljóst varð að hann hefði unnið mótið.
Djokovic handhafi allra risatitlana | Vann loksins Opna franska
Stefán Árni Pálsson skrifar
