Erlent

Yfirvöld í Taívan gera ráðstafanir vegna ofurfellibylsins Nepartak

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Íbúar Taívan hafa undirbúið sig að undanförnu undir fyrsta fellibyls ársins.
Íbúar Taívan hafa undirbúið sig að undanförnu undir fyrsta fellibyls ársins. Vísir/EPA
Ofur-fellibylurinn Nepartak skellur á Taívan í fyrramálið að staðartíma.

Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið komið á í eynni vegna fellibylsins en hann er að verða jafn sterkur og ofur-fellibylurinn Soudelor sem olli gífurlegum skaða í Taívan og Kína árið 2015. Létust í það minnsta 36 vegna óveðursins vegna hans.  

Vindhraði fellibylsins er nú um 280 kílómetrar á klukkustund með enn sterkari vindhviðum. Mikið herlið hefur verið kallað til víða um Taívan og hjálparsveitir gerðar klárar. Þetta hefur CNN frá varnarmálaráðuneytinu í eynni.

Nepartak verður fyrsti fellibylur ársins í Taívan eftir óvanalega rólegt fellibyljatímabil.

Mikil hætta er á stórflóðum, sér í lagi í héruðunum Yilan og Hualien sem verða fyrst fyrir fellibylnum. Þá gerir taívanska orkuveitan ráð fyrir því að um 3,1 milljón heimili verði rafmagnslaus vegna fellibylsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×