Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Una Sighvatsdóttir skrifar 7. júlí 2016 19:18 Stjórnarskrármálið er búið að velkjast í kerfinu í langan tíma. Nú eru komin fram þrjú frumvörp að breytingum sem gætu orðið að veruleika gangi allt eftir, en það er skammur tími til stefnu. Alþingi kemur saman að nýju 15. ágúst. Verði kosningar um miðjan október hefur Alþingi því rúman mánuð til að afgreiða frumvörpin. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hyggst ræða við formenn hinna flokkanna í aðdraganda sumarþings til að sjá hvort möguleiki sé að ljúka málinu.Langt í að næsta tækifæri fyrir breytingar „Mér finnst allavega vera vel þess virði að velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að nýta þann tíma sem síðsumarþingið gefur til þess að freista þess að ná þessum ákvæðum inn í stjórnarskrána,“ segir Sigurðu Ingi. „Þetta eru hlutir sem menn hafa talað fyrir lengi og það væri í það minnsta þess virði að láta á það reyna, því ellegar er býsna langt í að næsti gluggi opnist á breytingar á stjórnarskrá." Sigurður Ingi gerir ekki ráð fyrir að nýta bráðabirgðarákvæðið, um að unnt sé að breyta stjórnarskipunarlögum með þjóðaratkvæðagreiðslu, verði nýtt heldur verði það gert samkvæmt núverandi stjórnarskrá. „Við myndum samþykkja þetta á yfirstandandi þingi og aftur á nýju þingi eftir kosningar."Meiningarmunur milli nefndarmanna Frumvörpin þrjú eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem stjórnarskrárnefnd kynnti í febrúar. Um 100 athugasemdir bárust en litlar breytingar voru gerðar og segir Páll Þórhallsson formaður nefndarinnar að meiningarmunur hafi verið meðal nefndarmanna um hve langt ætti að ganga. „Ég er allavega sáttur við að nefndin skilar af sér og það er alveg rétt hjá þér að þetta er búið að taka sinn tíma. Ég held allavega að tillögurnar endurspegli það sem er næst því að vera málamiðlun milli flokkanna og sáttagrundvöllur.“ Málið er nú úr höndum stjórnarskrárnefndar. Páll vill ekki leggja mat á hversu líklegt er að frumvörpin verði samþykkt af Alþingi, en ferlið allt sýni að rökræðulýðræði sé tímafrekt. „Ef menn vilja fara þá leið sem er reynd núna að alllir flokkar standi að málinu þá tekur það sinn tíma, jafnvel bara um þessi þrjú ákvæði.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Stjórnarskrármálið er búið að velkjast í kerfinu í langan tíma. Nú eru komin fram þrjú frumvörp að breytingum sem gætu orðið að veruleika gangi allt eftir, en það er skammur tími til stefnu. Alþingi kemur saman að nýju 15. ágúst. Verði kosningar um miðjan október hefur Alþingi því rúman mánuð til að afgreiða frumvörpin. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hyggst ræða við formenn hinna flokkanna í aðdraganda sumarþings til að sjá hvort möguleiki sé að ljúka málinu.Langt í að næsta tækifæri fyrir breytingar „Mér finnst allavega vera vel þess virði að velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að nýta þann tíma sem síðsumarþingið gefur til þess að freista þess að ná þessum ákvæðum inn í stjórnarskrána,“ segir Sigurðu Ingi. „Þetta eru hlutir sem menn hafa talað fyrir lengi og það væri í það minnsta þess virði að láta á það reyna, því ellegar er býsna langt í að næsti gluggi opnist á breytingar á stjórnarskrá." Sigurður Ingi gerir ekki ráð fyrir að nýta bráðabirgðarákvæðið, um að unnt sé að breyta stjórnarskipunarlögum með þjóðaratkvæðagreiðslu, verði nýtt heldur verði það gert samkvæmt núverandi stjórnarskrá. „Við myndum samþykkja þetta á yfirstandandi þingi og aftur á nýju þingi eftir kosningar."Meiningarmunur milli nefndarmanna Frumvörpin þrjú eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem stjórnarskrárnefnd kynnti í febrúar. Um 100 athugasemdir bárust en litlar breytingar voru gerðar og segir Páll Þórhallsson formaður nefndarinnar að meiningarmunur hafi verið meðal nefndarmanna um hve langt ætti að ganga. „Ég er allavega sáttur við að nefndin skilar af sér og það er alveg rétt hjá þér að þetta er búið að taka sinn tíma. Ég held allavega að tillögurnar endurspegli það sem er næst því að vera málamiðlun milli flokkanna og sáttagrundvöllur.“ Málið er nú úr höndum stjórnarskrárnefndar. Páll vill ekki leggja mat á hversu líklegt er að frumvörpin verði samþykkt af Alþingi, en ferlið allt sýni að rökræðulýðræði sé tímafrekt. „Ef menn vilja fara þá leið sem er reynd núna að alllir flokkar standi að málinu þá tekur það sinn tíma, jafnvel bara um þessi þrjú ákvæði.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira