Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2016 16:53 MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. vísir/Pjetur Mjólkursamsalan (MS) hyggst áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitins um að sekta fyrirtækið fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á mjólkurvörumarkaði til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Mótmælir fyrirtækið ákvörðun eftirlitsins. Er MS gert að greiða 480 milljón króna sekt vegna málsins. MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga, auk þess sem rangar ályktanir séu dregnar um þau viðskipti sem til rannsóknar voru.Sjá einnig: MS sektað um hálfan miljarð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögumMS bendir á að hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins sé undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins telur stjórnvaldið að miðlun MS á hrámjólk hafi fallið utan þess samstarfs sem búvörulög heimila. MS telur þá túlkun ekki standast skoðun og muni nú æðra stjórnvald nú skera úr um þetta. Þá mótmælir fyrirtækið upphæð sektarinnar og segir hana í „ engu samræmi við eðli hins meinta brots fyrirtækisins.“ Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði.Sjá einnig: Forstjóri MS segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlegaMS segir að ekki hafi verið um sambærileg viðskipti að ræða sem ekki sé hægt að leggja að jöfnu. Því telur fyrirtækið að það hafi ekki brotið samkeppnislög. „Viðskiptin voru annars vegar hrein og skilmálalaus sala á hrámjólk til þriðja aðila og hins vegar miðlun á tilteknu magni hrámjólkur milli samstarfsaðila með skýrum skilmálum um til hvers hráefnið skyldi nýtt og hvert væri hámarksmagn,“ segir í tilkynningu frá MS. Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) hyggst áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitins um að sekta fyrirtækið fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á mjólkurvörumarkaði til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Mótmælir fyrirtækið ákvörðun eftirlitsins. Er MS gert að greiða 480 milljón króna sekt vegna málsins. MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga, auk þess sem rangar ályktanir séu dregnar um þau viðskipti sem til rannsóknar voru.Sjá einnig: MS sektað um hálfan miljarð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögumMS bendir á að hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins sé undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins telur stjórnvaldið að miðlun MS á hrámjólk hafi fallið utan þess samstarfs sem búvörulög heimila. MS telur þá túlkun ekki standast skoðun og muni nú æðra stjórnvald nú skera úr um þetta. Þá mótmælir fyrirtækið upphæð sektarinnar og segir hana í „ engu samræmi við eðli hins meinta brots fyrirtækisins.“ Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði.Sjá einnig: Forstjóri MS segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlegaMS segir að ekki hafi verið um sambærileg viðskipti að ræða sem ekki sé hægt að leggja að jöfnu. Því telur fyrirtækið að það hafi ekki brotið samkeppnislög. „Viðskiptin voru annars vegar hrein og skilmálalaus sala á hrámjólk til þriðja aðila og hins vegar miðlun á tilteknu magni hrámjólkur milli samstarfsaðila með skýrum skilmálum um til hvers hráefnið skyldi nýtt og hvert væri hámarksmagn,“ segir í tilkynningu frá MS.
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40
Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31
Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05