Erlent

Tala látinna hækkar enn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fjöldi hefur minnst þeirra sem lést í voðaverkinu.
Fjöldi hefur minnst þeirra sem lést í voðaverkinu. vísir/epa
Írösk yfirvöld hafa hækkað tölu látinna í sjálfsmorðssprengjuárásinni í Bagdad. Á fimmtudag höfðu 250 látið lífið vegna hennar en í dag voru þeir 281. Þetta kemur fram á vef BBC.

Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu yfir ábyrgð á árásinni. Þetta er mannskæðasta árás í landinu frá því að innrás Bandaríkjanna, árið 2003, hófst.

Fyrir tveimur árum náðu hersveitir Íslamska ríkisins bæjum og borgum í norðurhluta landsins á sitt vald en á síðustu vikum og mánuðum hafa stjórnarhermenn náð stærstum hluta þess landsvæðis til baka á nýjan leik.

Sprengjan sprakk síðastliðinn sunnudag fyrir utan verslunarmiðstöð á síðasta degi Ramadan. Fólk hafði safnast saman til að fagna því að föstumánuðurinn hafði runnið sitt skeið.


Tengdar fréttir

Á annað hundrað fórst í árás

Stór hluti fórnarlamba árásar Íslamska ríkisins í Bagdad í Írak í gær voru börn. Forsætisráðherra var grýttur þegar hann mætti og að honum hrópuð ókvæðisorð. Árásin er sú mannskæðasta í Írak það sem af er ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×