Mannúðlegara að borga hælisleitendum en að járna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. júlí 2016 14:15 Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða Krossins segir mun meiri mannúð fylgja þessu fyrirkomulagi. „Rauði Krossinn hefur talað um það að það skorti mannúð þegar hælisleitendur þurfa að yfirgefa landið ef þeir falla ekki undir samning Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og ef þeir geta ekki eða vilja ekki sest að hér á landi.“ Hann segir lögreglufylgdina þegar hælisleitindum er vísað úr landi gjarnan skorta mannúð. „Þá eftir að hafa lagt á sig mikið erfiði og varið umtalsverðu fé til að komast hingað er það oft á tíðum illa fjárhagslega statt. Að því leiti er það mannúðlegra og auðveldar fólki að komast til síns heimalands eða á öruggan stað. Þá með að minnsta kosti með eitthvað á milli handanna til að hefja nýtt líf,“ segir Björn. „Það eiga eftir að vakna upp spurningar um hvort að þetta eigi eftir að kosta meira en núverandi kerfi en ég held að svo sé ekki. Eins og kerfið er núna fer mikill mannafli í þessa nauðugu fylgd sem er ómannúðleg í eðli sínu til að byrja með og hún kostar líka pening,“ segir hann.Nú gætu margir spurt sig hvort að ekki sé verið að loka augunum fyrir hinum raunverulega vanda ef að Útlendingastofnun ætlar að afhenda hælisleitendum tékka gegn því að þeir yfirgefi landið? „Vissulega hljómar þetta eins og ákveðin friðþæging. Að við viljum ekki takast á við vandann, senda hann á brott og borga fyrir það fé. Það finnst mér alveg vera sjónarmið. En okkar ósk væri sú að flestir okkar umsækjenda fengju jákvæða niðurstöðu úr sinni málsmeðferð. En þetta er engu að síður ákveðin bót fyrir það fólk sem á annað borð þarf að fara og getur ekki verið hér og þeirra sem vilja fara,“ segir Björn. Flóttamenn Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða Krossins segir mun meiri mannúð fylgja þessu fyrirkomulagi. „Rauði Krossinn hefur talað um það að það skorti mannúð þegar hælisleitendur þurfa að yfirgefa landið ef þeir falla ekki undir samning Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og ef þeir geta ekki eða vilja ekki sest að hér á landi.“ Hann segir lögreglufylgdina þegar hælisleitindum er vísað úr landi gjarnan skorta mannúð. „Þá eftir að hafa lagt á sig mikið erfiði og varið umtalsverðu fé til að komast hingað er það oft á tíðum illa fjárhagslega statt. Að því leiti er það mannúðlegra og auðveldar fólki að komast til síns heimalands eða á öruggan stað. Þá með að minnsta kosti með eitthvað á milli handanna til að hefja nýtt líf,“ segir Björn. „Það eiga eftir að vakna upp spurningar um hvort að þetta eigi eftir að kosta meira en núverandi kerfi en ég held að svo sé ekki. Eins og kerfið er núna fer mikill mannafli í þessa nauðugu fylgd sem er ómannúðleg í eðli sínu til að byrja með og hún kostar líka pening,“ segir hann.Nú gætu margir spurt sig hvort að ekki sé verið að loka augunum fyrir hinum raunverulega vanda ef að Útlendingastofnun ætlar að afhenda hælisleitendum tékka gegn því að þeir yfirgefi landið? „Vissulega hljómar þetta eins og ákveðin friðþæging. Að við viljum ekki takast á við vandann, senda hann á brott og borga fyrir það fé. Það finnst mér alveg vera sjónarmið. En okkar ósk væri sú að flestir okkar umsækjenda fengju jákvæða niðurstöðu úr sinni málsmeðferð. En þetta er engu að síður ákveðin bót fyrir það fólk sem á annað borð þarf að fara og getur ekki verið hér og þeirra sem vilja fara,“ segir Björn.
Flóttamenn Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira