Lífið

Þórunn Antonía selur íbúð sína í 101

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Þórunn er greinilega að undirbúa flutning frá miðbænum.
Þórunn er greinilega að undirbúa flutning frá miðbænum. Vísir/Lind
Poppsöngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur sett íbúð sína á Laugaveginum á sölu. Um er að ræða bjarta 86 fermetra ris íbúð á horni Laugavegar og Frakkastígs sem vel hentar fyrir listamenn og annað fólk sem lifir og hrærist í skapandi umhverfi 101 Reykjavík.

Hér hefur nú pottþétt sitt hvað verið mallað.Vísir/Lind
Að ljósmyndum að dæma hefur Þórunn Antónía mjög naumhyggjulegan stíl og er greinilega ekki mjög gefin fyrir mikla litagleði þegar kemur að innanhúsinnréttingu. Á myndunum sem fylgja auglýsingunni er nánast allt skjannahvítt fyrir utan tek-málaða viðarbúta í ris-loftinu.

Hallgrímskirkja blasir við í fjarska frá svölum Þórunnar.Vísir/Lind
Á myndunum má sjá litlar svalir þar sem söngkonan hefur eflaust eytt daggóðum stundum í sólinni og búið til laglínur á meðan hún sleikti sólina. Inn í stofu hanga gítarar sem eflaust hefur verið gripið í að kvöldlagi þegar söngkonan hefur tekið á móti gestum.

Hvítt og viðarbrúnt. Þannig vill hún Þórunn hafa það.Vísir/Lind
Söluverð á íbúðinni eru tæpar 42 milljónir króna en auglýsinguna má sjá hér.


Tengdar fréttir

Grunaði ekki að saga Góðu systur væri svona áhugaverð

Facebook bauð Þórunni Antoníu Magnúsdóttur til Kaliforníu til að halda erindi um Góðu systur. "Mig grunaði ekki hversu áhugaverð þessi saga væri,“ segir Þórunn sem er alsæl eftir velheppnaða ferð.

Góða systir vekur heimsathygli

Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofandi facebook síðunnar Góða systir var valin ein af sjö konum sem Facebook Stories vildu fjalla um fyrir alþjóðlegan baráttudag kvenna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×