Charles Barkley er allt annað en sáttur við þá ákvörðun Kevin Durant að ganga í raðir Golden State Warriors.
Durant hefur ákveðið að semja til tveggja ára við Warriors.
Mörgum finnst þetta ósanngjarnt. Liðið sem vann flesta leiki í sögu deildarinnar á síðustu leiktíð bætir við sig einum af þrem bestu leikmönnum deildarinnar.
„Ég varð mjög vonsvikinn er ég sá þetta. Jafn vonsvikinn og er ég sá að LeBron hefði farið til Miami á sínum tíma,“ sagði Barkley en hann liggur venjulega ekki á skoðunum sínum.
„Kevin er frábær leikmaður og góður strákur. Þetta er samt svekkjandi út frá samkeppnissjónarmiði. Rétt eins og það skipti LeBron meira máli að vinna titil í Cleveland þá hefði það skipt Kevin meira máli að vinna í Oklahoma en með Golden State.“
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)