Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London.
Evrópumeistaramótið í London er í fullum gangi núna, en Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti á 1:01,29.
Adam Peaty endaði í efsta sætinu, en hann bætti mótsmet. Hann á bæði heims- og Evrópumet í greininni.
Fylgjast má með beinni lýsingu frá keppninni hér, en Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir eiga eftir að synda.
