Dega-fjölskyldan send til Albaníu í nótt Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. maí 2016 19:09 „Við eigum okkur enga framtíð í Albaníu“ segir Joniada Dega, 18 ára gömul stúlka sem ásamt fjölskyldu sinni verður send úr landi í nótt. Vinur fjölskyldunnar segir hana vera orðna Íslendinga og það sé hreinlega ljótt að senda þau til baka. Dega fjölskyldan kom hingað til lands frá Albaníu í júlí í fyrra en fjölskyldan flúði þaðan meðal annars sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingstofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni verður gert að yfirgefa landið í nótt en í dag reyndi hún að fá skýr svör frá Útlendingastofnun um hvenær hún mætti snúa aftur. „Þau eru komin með íbúð á leigu, komin með allt. Fjölskyldu og fullt af vinum. Þetta eru algjörir Íslendingar. Og við erum að senda þau aftur í óvissuna í Albaníu, mér finnst þetta bara ljótt,“ segir Hildur Þorsteinsdóttir sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. Hildur segir að fyrst hafi fjölskyldan fengið þau svör að þau mættu koma aftur til Íslands eftir þrjár vikur, en í dag hafi þeim verið sagt að þau þyrftu að bíða í Albaníu í þrjá mánuði áður en þau gætu komið aftur. Erfiðlega hafi gengið að fá skýr svör frá stofnuninni og því meðal annars borið við að væntanleg sumarleyfi starfsmanna kæmu til með að seinka afgreiðslu málsins. „Okkur langar bara að fá eitt svar. Hvernig verður þetta?,“ segir Nazmie Dega sem í dag starfar á leikskóla í Reykjavík.Búin að aðlagast íslensku samfélagiÞessi fimm manna fjölskylda hefur á þessum 11 mánuðum náð að aðlagast íslensku samfélagi. Hjónin eru bæði með fasta vinnu og yngsti drengurinn, Viken, er 11 ára gamall og stundar nám við Lækjarskóla í Hafnarfirði ásamt því að æfa knattspyrnu með FH. Joniada Dega er 18 ára en hún útskrifaðist nýverið með stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði með góða einkunn. Hún hefur náð ágætis tökum á íslensku og eignast marga vini en segist ekki vita hvað tekur við þegar að hún vaknar í Albaníu á morgun. „Ég get ekki ímyndað mér það. Ástandið var slæmt þegar að við fórum þaðan og ef við förum aftur núna þá er það bara orðið verra. Þannig að það verður ekkert betra en það var,“ segir Joniada. Joniada segir aðstæður í Albaníu vera hræðilegar og að hún muni ekki ná að stunda þar nám. „En eitt er víst, þarna er engin framtíð.“ Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Við eigum okkur enga framtíð í Albaníu“ segir Joniada Dega, 18 ára gömul stúlka sem ásamt fjölskyldu sinni verður send úr landi í nótt. Vinur fjölskyldunnar segir hana vera orðna Íslendinga og það sé hreinlega ljótt að senda þau til baka. Dega fjölskyldan kom hingað til lands frá Albaníu í júlí í fyrra en fjölskyldan flúði þaðan meðal annars sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingstofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni verður gert að yfirgefa landið í nótt en í dag reyndi hún að fá skýr svör frá Útlendingastofnun um hvenær hún mætti snúa aftur. „Þau eru komin með íbúð á leigu, komin með allt. Fjölskyldu og fullt af vinum. Þetta eru algjörir Íslendingar. Og við erum að senda þau aftur í óvissuna í Albaníu, mér finnst þetta bara ljótt,“ segir Hildur Þorsteinsdóttir sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. Hildur segir að fyrst hafi fjölskyldan fengið þau svör að þau mættu koma aftur til Íslands eftir þrjár vikur, en í dag hafi þeim verið sagt að þau þyrftu að bíða í Albaníu í þrjá mánuði áður en þau gætu komið aftur. Erfiðlega hafi gengið að fá skýr svör frá stofnuninni og því meðal annars borið við að væntanleg sumarleyfi starfsmanna kæmu til með að seinka afgreiðslu málsins. „Okkur langar bara að fá eitt svar. Hvernig verður þetta?,“ segir Nazmie Dega sem í dag starfar á leikskóla í Reykjavík.Búin að aðlagast íslensku samfélagiÞessi fimm manna fjölskylda hefur á þessum 11 mánuðum náð að aðlagast íslensku samfélagi. Hjónin eru bæði með fasta vinnu og yngsti drengurinn, Viken, er 11 ára gamall og stundar nám við Lækjarskóla í Hafnarfirði ásamt því að æfa knattspyrnu með FH. Joniada Dega er 18 ára en hún útskrifaðist nýverið með stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði með góða einkunn. Hún hefur náð ágætis tökum á íslensku og eignast marga vini en segist ekki vita hvað tekur við þegar að hún vaknar í Albaníu á morgun. „Ég get ekki ímyndað mér það. Ástandið var slæmt þegar að við fórum þaðan og ef við förum aftur núna þá er það bara orðið verra. Þannig að það verður ekkert betra en það var,“ segir Joniada. Joniada segir aðstæður í Albaníu vera hræðilegar og að hún muni ekki ná að stunda þar nám. „En eitt er víst, þarna er engin framtíð.“
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira