Lífið

Ferry áritaði plötuumslagið með töflutúss

Jakob Bjarnar skrifar
Ljúfmennið Eyþór er fyrir löngu búinn að fyrirgefa Ferry þessa ómerkilegu áritun, sem hann hafði svo mikið fyrir að fá, og er ánægður með sinn mann.
Ljúfmennið Eyþór er fyrir löngu búinn að fyrirgefa Ferry þessa ómerkilegu áritun, sem hann hafði svo mikið fyrir að fá, og er ánægður með sinn mann.
Eyþór Árnason, hinn vinsæli sviðsmaður, ljóðskáld og leikari segir sínar farir ekki sléttar í viðskiptum við goðið Bryan Ferry. Eyþór er mikill aðdáandi tónlistarmannsins og hafði mikið fyrir því að fá áritun á plötuumslag en þegar heim var komið var áritunin horfin. Gamli stórsjarmurinn hafði notað töflutúss til að krota á plötuumslagið.

Þetta var síðast þegar Bryan Ferry tróðu upp á Íslandi. Eyþór, sem er þekktur fyrir sitt góða geð, segir frá þessu á Facebooksíðu sinni. Og gerir það með sínum hætti:

„Þegar Bryan Ferry kom hér síðast var ég starströkk...ég mætti með gamalt plötuumslag í Hörpu til að láta goðið árita. Ekki hitti ég kappann sjálfan, en einhver reddaði árituninni... fallegt krot á albúmið. Þegar heim var komið var krassið horfið af albúminu, greinilega verra að nota töflutúss!“

Eyþór fyrirgaf þetta og mætti á tónleika sem Bryan Ferry var með um í gær. Hann reyndir ekki að fá áritun aftur en Eyþór segir tónleikana hafa verið frábæra.

„[...] þetta var frábært sjóv...kallinn er bara brill og svo var fiðluleikarinn sem ég elska mættur með honum líka!“

Eyþór er ekki einn um að vera ánægður með tónleikana sem haldnir voru í Eldborg í Hörpu. Troðið hús og voru áhofendur að megninu til um miðjan aldur. Enda reis frægðarsól Ferry og Roxy Music, hljómsveitin sem hann leiddi, hæst á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk stóð upp og dansaði í lokin. Eftir tónleikana fór föruneyti Ferrys á Pizza Place with no name, sem er á Hverfisgötu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×