Níu ára stúlka í tilvistarkreppu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 17. maí 2016 10:00 Ása Helga lærði kvikmyndagerð í Columbia-háskóla í New York, en hún er um þessar mundir að undirbúa tökur á kvikmyndinni Svaninum. Vísir/Vilhelm Myndin byggir á skáldsögunni Svaninum eftir Guðberg Bergsson og fjallar um níu ára afvegaleidda stúlku sem er send í sveit til að þroskast og fullorðnast, myndin er að miklu leyti um samband hennar við náttúruna og hvernig það er að eldast. Hún flækist líka inn í líf fólksins á bænum þar sem töluvert drama er í gangi og án þess að hún geri sér grein fyrir því er hún flækt í atburðarás sem hún sjálf skilur ekki. Það er óhætt að segja að þetta fjalli um níu ára stúlku í tilvistarkreppu,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri og kvikmyndagerðarkona, spurð út í nýjustu kvikmynd sína, Svaninn. Ása Helga lærði kvikmyndagerð í Columbia-háskóla í New York. Þar lagði hún fyrstu drög að handritinu árið 2010 í áfanga sem nefnist aðlögun að hvíta tjaldinu. „Þetta var hálfgerð æfing þegar ég byrjaði að skrifa handritið, svo ákvað ég að senda drögin áfram sem varð til þess að ég, ásamt Hlín Jóhannesdóttur og Birgittu Björnsdóttur hjá Vintage Pictures, fékk kvikmyndaréttinn að skáldsögunni,“ segir Ása Helga. Tökur á myndinni fara að mestu fram í Svarfaðardal í júlí og ágúst og segist Ása einstaklega spennt fyrir ferlinu. Laufey Elíasdóttir sér um leikaraval í myndinni, en hún hefur leikið í fjölda kvikmynda; Reykjavík, Vonarstræti, Brúðgumanum og Blóðböndum. „Í sameiningu höfum við Laufey unnið að leikaravali sem er um þessar mundir að fullmótast. Ástæða þess að ég valdi Svarfaðardal er vegna þess hversu fallegur hann er og ekki skemmir fyrir að ég er ættuð þaðan og var mikið þar sem barn,“ segir hún. Ása Helga hefur þó ekki setið aðgerðalaus frá 2010 heldur gerði hún tvær stuttmyndir ásamt því að eignast lítinn dreng um miðjan nóvember síðastliðinn. „Ég gerði tvær stuttmyndir eftir að ég útskrifaðist frá Columbia, Þú og ég og Ástarsögu. Draumurinn er svo að koma Svaninum á erlendar kvikmyndahátíðir og vonandi fær hún að ferðast sem víðast,“ segir Ása Helga að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Myndin byggir á skáldsögunni Svaninum eftir Guðberg Bergsson og fjallar um níu ára afvegaleidda stúlku sem er send í sveit til að þroskast og fullorðnast, myndin er að miklu leyti um samband hennar við náttúruna og hvernig það er að eldast. Hún flækist líka inn í líf fólksins á bænum þar sem töluvert drama er í gangi og án þess að hún geri sér grein fyrir því er hún flækt í atburðarás sem hún sjálf skilur ekki. Það er óhætt að segja að þetta fjalli um níu ára stúlku í tilvistarkreppu,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri og kvikmyndagerðarkona, spurð út í nýjustu kvikmynd sína, Svaninn. Ása Helga lærði kvikmyndagerð í Columbia-háskóla í New York. Þar lagði hún fyrstu drög að handritinu árið 2010 í áfanga sem nefnist aðlögun að hvíta tjaldinu. „Þetta var hálfgerð æfing þegar ég byrjaði að skrifa handritið, svo ákvað ég að senda drögin áfram sem varð til þess að ég, ásamt Hlín Jóhannesdóttur og Birgittu Björnsdóttur hjá Vintage Pictures, fékk kvikmyndaréttinn að skáldsögunni,“ segir Ása Helga. Tökur á myndinni fara að mestu fram í Svarfaðardal í júlí og ágúst og segist Ása einstaklega spennt fyrir ferlinu. Laufey Elíasdóttir sér um leikaraval í myndinni, en hún hefur leikið í fjölda kvikmynda; Reykjavík, Vonarstræti, Brúðgumanum og Blóðböndum. „Í sameiningu höfum við Laufey unnið að leikaravali sem er um þessar mundir að fullmótast. Ástæða þess að ég valdi Svarfaðardal er vegna þess hversu fallegur hann er og ekki skemmir fyrir að ég er ættuð þaðan og var mikið þar sem barn,“ segir hún. Ása Helga hefur þó ekki setið aðgerðalaus frá 2010 heldur gerði hún tvær stuttmyndir ásamt því að eignast lítinn dreng um miðjan nóvember síðastliðinn. „Ég gerði tvær stuttmyndir eftir að ég útskrifaðist frá Columbia, Þú og ég og Ástarsögu. Draumurinn er svo að koma Svaninum á erlendar kvikmyndahátíðir og vonandi fær hún að ferðast sem víðast,“ segir Ása Helga að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira