Þvílík veisla! Ívar Halldórsson skrifar 17. maí 2016 09:50 Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Svíþjóð að þessu sinni var konunglegt hlaðborð af lifandi skemmtidagsskrá í tali, gríni dansi og tónum. Öll umgjörð keppninnar var einstaklega fagmannleg og glæsileg í alla staði. Metnaður tónleikahaldara skilaði sér á skjái yfir 200 milljón heimsbúa, en aldrei hefur keppnin náð til eins margra og nú. Kínverjar og Bandaríkjamenn eru nú komnir á bragðið og hefur keppnin verið vottuð opinberlega af engum öðrum en Justin Timberlake sem fór á kostum í hálfleik keppninnar er hann flutti nýja lagið sitt "Can't Stop The Feeling." Ný útfærsla á opinberun atkvæða gerði áhorfendum kleift að rýna betur inn í afstöðu fagmanna annars vegar og afstöðu almennings hins vegar. Mögulegur pólitískur ágreiningur er því berskjaldaðari í þessari nýju greiningu stigagjafa. Það kom þægilega á óvart að almenningur í Úkraínu og Rússlandi blandaði ekki pólitík í stigagjöf sína þrátt fyrir að fagmannlegar dómnefndir þeirra, sem slepptu að gefa hvorri annari stig, hafi líklega gert það. Ég vona innilega að Rússar leggi allan ágreining á hilluna og mæti til Úkraínu með útspil sitt að ári. Skoðanir almennings á málefnum Ísraelsmanna virðast hafa haft meiri áhrif á atkvæðagreiðslu í sumum Evrópulöndum en öðrum. Hvorki íslenska dómnefndin né íslenskur almenningur gáfu Ísraelum stig í þetta skiptið þrátt fyrir nokkuð rausnarlega stigagjöf margra nágrannaþjóða okkar til ísraelsku þjóðarinnar. Það gæti þó auðvitað verið bara tilviljun eða smekksmunur. Maður vonar alla vega að tónlistarsmekkur okkar eða annara ráðist ekki af því hverrar þjóðar flytjendur tónlistarinnar eru. Tónlist án fordóma og allt það. Það verður þá athyglisvert að sjá hvort Úkraína nái að toppa Svíana að ári hvað glæsileika varðar. Hver ætli að troði upp í hálfleik hjá þeim? Justin Bieber? Adele? ELO? Verður Michael Jackson kannski reistur upp frá dauðum? Verður keppnin haldin neðanjarðar? Verða kynnarnir í beinni frá tunglinu? Fá kínverjar að vera með? Getum við kosið með fjarstýringunni okkar? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað að ári. Eitt er þó víst að Svíar hækkuðu gæðastuðulinn í keppnishaldi og flestar þjóðir virðast hafa lagt enn meiri metnað í lagaflutning og val á söngvurum en áður. Ég og fjölskylda mín skemmtum okkur í það minnsta konunglega í ár við að horfa og hlusta á fjölbreytt veisluhöldin. Við hlökkum til næstu tónlistarveislu í boði hins sænska Dumbledore og Júróvisjón akademíunnar. Þótt pólitík og mismunandi viðhorf freisti þess stundum að sundra okkur mannfólkinu, ættum við í það minnsta að nýta meðbyr þessa árlega viðburðar til að minna okkur á að við erum öll bara manneskjur sem elskum tónlist og góða skemmtun. Megi söngurinn sameina okkur um ókomin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Svíþjóð að þessu sinni var konunglegt hlaðborð af lifandi skemmtidagsskrá í tali, gríni dansi og tónum. Öll umgjörð keppninnar var einstaklega fagmannleg og glæsileg í alla staði. Metnaður tónleikahaldara skilaði sér á skjái yfir 200 milljón heimsbúa, en aldrei hefur keppnin náð til eins margra og nú. Kínverjar og Bandaríkjamenn eru nú komnir á bragðið og hefur keppnin verið vottuð opinberlega af engum öðrum en Justin Timberlake sem fór á kostum í hálfleik keppninnar er hann flutti nýja lagið sitt "Can't Stop The Feeling." Ný útfærsla á opinberun atkvæða gerði áhorfendum kleift að rýna betur inn í afstöðu fagmanna annars vegar og afstöðu almennings hins vegar. Mögulegur pólitískur ágreiningur er því berskjaldaðari í þessari nýju greiningu stigagjafa. Það kom þægilega á óvart að almenningur í Úkraínu og Rússlandi blandaði ekki pólitík í stigagjöf sína þrátt fyrir að fagmannlegar dómnefndir þeirra, sem slepptu að gefa hvorri annari stig, hafi líklega gert það. Ég vona innilega að Rússar leggi allan ágreining á hilluna og mæti til Úkraínu með útspil sitt að ári. Skoðanir almennings á málefnum Ísraelsmanna virðast hafa haft meiri áhrif á atkvæðagreiðslu í sumum Evrópulöndum en öðrum. Hvorki íslenska dómnefndin né íslenskur almenningur gáfu Ísraelum stig í þetta skiptið þrátt fyrir nokkuð rausnarlega stigagjöf margra nágrannaþjóða okkar til ísraelsku þjóðarinnar. Það gæti þó auðvitað verið bara tilviljun eða smekksmunur. Maður vonar alla vega að tónlistarsmekkur okkar eða annara ráðist ekki af því hverrar þjóðar flytjendur tónlistarinnar eru. Tónlist án fordóma og allt það. Það verður þá athyglisvert að sjá hvort Úkraína nái að toppa Svíana að ári hvað glæsileika varðar. Hver ætli að troði upp í hálfleik hjá þeim? Justin Bieber? Adele? ELO? Verður Michael Jackson kannski reistur upp frá dauðum? Verður keppnin haldin neðanjarðar? Verða kynnarnir í beinni frá tunglinu? Fá kínverjar að vera með? Getum við kosið með fjarstýringunni okkar? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað að ári. Eitt er þó víst að Svíar hækkuðu gæðastuðulinn í keppnishaldi og flestar þjóðir virðast hafa lagt enn meiri metnað í lagaflutning og val á söngvurum en áður. Ég og fjölskylda mín skemmtum okkur í það minnsta konunglega í ár við að horfa og hlusta á fjölbreytt veisluhöldin. Við hlökkum til næstu tónlistarveislu í boði hins sænska Dumbledore og Júróvisjón akademíunnar. Þótt pólitík og mismunandi viðhorf freisti þess stundum að sundra okkur mannfólkinu, ættum við í það minnsta að nýta meðbyr þessa árlega viðburðar til að minna okkur á að við erum öll bara manneskjur sem elskum tónlist og góða skemmtun. Megi söngurinn sameina okkur um ókomin ár.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar