Ganga um og eyða lúpínu á Reykjanesi Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2016 07:00 Lúpína upprætt á mel efst í Kvennagönguskarði á Vogastapa. Vogar sjást í baksýn. Mynd/SJÁ Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd hafa auglýst tvær ferðir á Reykjanesið í þeim tilgangi að rífa upp lúpínu. Segir Þorvaldur Örn Árnason, forsvarsmaður sjálfboðaliðasamtakanna, þetta nauðsynlegt til að halda lúpínunni í skefjum. Lúpínan hefur oft á tíðum verið mjög umdeild planta meðal íslenskra áhugamanna um landgræðslu. Fyrri ferð sjálfboðaliðasamtakanna verður farin 24. maí næstkomandi til að halda þjóðleið milli Voga og Njarðvíkur opinni. Þar segja forsprakkar samtakanna að lúpínan sé að afmá þjóðleiðina af yfirborði jarðar með framgangi sínum. Í lok júní verður svo haldið í tveggja daga ferð um Reykjanesfólkvang, í samvinnu við landverði, og lúpína rifin upp með rótum. „Lúpínan er þannig að hún er skaðvaldur í mínum huga,“ segir Þorvaldur Örn. „En þetta er umdeild planta. Sumir segja alls staðar og aðrir vilja hvergi hafa hana. Mér finnst hún eiga rétt á sér við ræktun skóga en þá þarf að huga að því í upphafi hvar eigi að stoppa hana. Því fátt stöðvar framgang hennar. Við erum búin að vera í þessu í um fimm ár á stöðum þar sem mikið var um lúpínu. Nú er þetta viðráðanlegra.“Þorvaldur Örn ÁrnasonSjálfboðaliðasamtökin munu fá liðsinni frá Hafnarfjarðarbæ á Reykjanesfólkvangi í lok júní. „Þá munum við fá flokka frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar til að halda lúpínu í skefjum og erum í samvinnu við landverði á svæðinu,“ segir Þorvaldur Örn. Sigurður Arnarson, fyrrverandi skógarbóndi, hefur skrifað bók um belgjurtir á Íslandi og segir ekki gott að eyða skuli tíma vinnuskólabarna í þetta verkefni. „Nær væri að nýta tíma í að planta birki á svæðinu. Ég get alveg skilið þá afstöðu að lúpína eigi ekki heima sums staðar, það er sjónarmið út af fyrir sig. Hins vegar er ekki skynsamlegt að rífa upp plöntugróður í gróðurlausri auðn,“ segir Sigurður. „Lúpínan getur vel hjálpað til við uppgræðslu birkis og þá er hægt að skila jörðinni til baka eins og hún var líklega fyrir um 1.100 árum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd hafa auglýst tvær ferðir á Reykjanesið í þeim tilgangi að rífa upp lúpínu. Segir Þorvaldur Örn Árnason, forsvarsmaður sjálfboðaliðasamtakanna, þetta nauðsynlegt til að halda lúpínunni í skefjum. Lúpínan hefur oft á tíðum verið mjög umdeild planta meðal íslenskra áhugamanna um landgræðslu. Fyrri ferð sjálfboðaliðasamtakanna verður farin 24. maí næstkomandi til að halda þjóðleið milli Voga og Njarðvíkur opinni. Þar segja forsprakkar samtakanna að lúpínan sé að afmá þjóðleiðina af yfirborði jarðar með framgangi sínum. Í lok júní verður svo haldið í tveggja daga ferð um Reykjanesfólkvang, í samvinnu við landverði, og lúpína rifin upp með rótum. „Lúpínan er þannig að hún er skaðvaldur í mínum huga,“ segir Þorvaldur Örn. „En þetta er umdeild planta. Sumir segja alls staðar og aðrir vilja hvergi hafa hana. Mér finnst hún eiga rétt á sér við ræktun skóga en þá þarf að huga að því í upphafi hvar eigi að stoppa hana. Því fátt stöðvar framgang hennar. Við erum búin að vera í þessu í um fimm ár á stöðum þar sem mikið var um lúpínu. Nú er þetta viðráðanlegra.“Þorvaldur Örn ÁrnasonSjálfboðaliðasamtökin munu fá liðsinni frá Hafnarfjarðarbæ á Reykjanesfólkvangi í lok júní. „Þá munum við fá flokka frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar til að halda lúpínu í skefjum og erum í samvinnu við landverði á svæðinu,“ segir Þorvaldur Örn. Sigurður Arnarson, fyrrverandi skógarbóndi, hefur skrifað bók um belgjurtir á Íslandi og segir ekki gott að eyða skuli tíma vinnuskólabarna í þetta verkefni. „Nær væri að nýta tíma í að planta birki á svæðinu. Ég get alveg skilið þá afstöðu að lúpína eigi ekki heima sums staðar, það er sjónarmið út af fyrir sig. Hins vegar er ekki skynsamlegt að rífa upp plöntugróður í gróðurlausri auðn,“ segir Sigurður. „Lúpínan getur vel hjálpað til við uppgræðslu birkis og þá er hægt að skila jörðinni til baka eins og hún var líklega fyrir um 1.100 árum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Sjá meira