Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Um tvö þúsund manns taka þátt í Arctic Circle ráðstefnunni sem hófst í dag en hún er ein sú umfangsmesta sem haldin hefur verið hér á landi. Rætt verður við Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands í fréttum Stöðvar tvö en hún flutti stefnuræðu á ráðstefnunni í dag.

Einnig verður fjallað um málefni hælisleitanda sem var sendur úr landi á miðvikudag til Noregs en fluttur aftur sama dag til Íslands vegna misskilnings milli norskra og íslenskra stjórnvalda.

Þá verður einnig fjallað um friðarsetur í Höfða sem var formlega hleypt af stokkunum í dag og risa vindmyllugarð sem Landsvirkjun ætlar að reisa við Þjórsá.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×