Erlent

Skotar leggja til eina milljón punda í baráttunni við loftlagsbreytingar

Birgir Olgeirsson skrifar
Nicola Sturgeon, forseti skosku heimastjórnarinnar, hefur tilkynnt Skotar muni leggja til eina milljón punda, um 140 milljónir króna, til að hjálpa þróunarlöndum að vinna gegn loftslagsbreytingum.  Sturgeon tilkynnti þetta á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík fyrr í dag.

Um 2.000 fulltrúar frá 50 löndum eru samankomnir á þessari ráðstefnu.

„Skotland er kannski ekki partur af norðurslóðum landfræðilega séð en eins og hver annar fulltrúi hér erum við ákveðin í því að hjálpa til við að koma í veg fyrir frekari hlýnun jarðar,“ sagði Sturgeon.

„Við vitum að loftslagsbreytingar munu hafa verstu mestu áhrifin á þróunarlönd og hafa afar slæm áhrif á börn, aldraða og fátæka,“ sagði Sturgeon.

Markmið ráðstefnunnar Arctic Circle er að auka þátttöku í umræðu og efla alþjóðlegt samstarf um framtíð Norðurslóða. Þingið er það stærsta og fjölþættasta hvað varðar málefni og framtíð Norðurslóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×