Ísland spilar í Helsinki á EM 2017 í körfubolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. október 2016 10:40 Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar verða í Helsinki. vísir/valli Ísland verður samstarfsaðili Finnlands á EM 2017 í körfubolta á næsta ári og spilar því sinn riðil í Helsinki eins og KKÍ hafði vonast eftir. Þetta hefur Vísir eftir heimildum, en síðar í dag mun FIBA Europe senda út yfirlýsingu um samstarf Íslands og Finnlands á EM 2017. Ísland vildi ólmt spila sinn riðil í Helsinki frekar en í Istanbúl í Tyrklandi eða Tel Aviv í Ísrael. Það er auðvitað mun betra upp á ferðalag fyrir stuðningsmenn og þá mun karlalandsliðið í fótbolta spila leik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 2. september, á sama tíma og mótið fer fram.Eins og Vísir greindi frá voru Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð en völdu á endanum Ísland. KKÍ sagðist geta komið með um 2.000 stuðningsmenn til Finnlands, en gulrótin var meðal annars þessi fótboltalandsleikur. KKÍ getur sem samstarfsaðili Finnlands haft áhrif á riðilinn og mun sambandið reyna að spila sinn leik 2. september klukkan 14.00 þannig allir Íslendingar sem verða í Finnlandi geta bæði séð körfuboltalandsliðið og fótboltalandsliðið spila þann dag. EM í körfubolta hefst 31. ágúst á næsta ári og stendur yfir til 17. september. Strákarnir okkar þreyttu frumraun sína á EM í fyrra og spiluðu þá í Berlín.Uppfært: 13:08 KKÍ, finnska körfuboltasambandið og FIBA Europe eru búin að staðfesta frétt Vísis frá því í morgun. Ísland leikur í Helsingi á næsta ári og ríkir mikil ánægja beggja aðila vegna þess. Hér að neðan má lesa sameiginlega yfirlýsingu KKÍ, finnska sambandsins og FIBA Europe um samstarf Íslands og Finnlands í Helsinki á næsta ári. „Finnland eru fyrstu gestgjafar FIBA EuroBasket 2017 til að tilkynna meðskipuleggjendur sína en þeir hafa valið Ísland með sér í lið. í fyrsta skipti var sá háttur hafður á EuroBasket 2015, að hver gestgjafi í löndunum fjórum, fékk að velja sér annað land til að vera meðskipuleggjendur og aðstoðar gestgjafar. Þetta tryggir að viðkomandi land er í sama riðli og gestgjafarnir þegar dregið verður í riðla. Helstu kostir þessa fyrirkomulags eru að tryggja miðasölu og styrkja samvinnu sambandanna tveggja. Finnland hefur valið Ísland til að vera þeirra meðskipuleggjendur, ekki síst eftir frábæra frammistöðu íslensku aðdáendanna sem ferðuðust til Berlínar 2015 þar sem Ísland lék í fyrsta sinn á lokamóti EM, EuroBasket, fyrir framan 1100 íslenska stuðningsmenn, og aftur síðastliðið sumar þar sem 30.000 manns fylgdu fótboltaliðinu á EM í fótbolta. Finnar hafa sjálfir skapað sér nafn fyrir frábæran stuðnins frá sínum stuðningsmönnum á undanförnum árum, sem sást vel á HM í Bilbao, þar sem hátt í 10.000 „Susijengi-úlfar” ferðuðust til Spánar og studdu sitt lið. Það leiddi einmitt til þess að Frakkar völdu Finna sem sína meðskipuleggjendur fyrir EuroBasket í Frakkalandi 2015. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir samstarfi okkar við Ísland. Við munum bjóða íslensku stuðningsmennina velkomna og taka á móti þeim með opnum örmum til Helsinki. Bæði finnsku og íslensku aðdáendurnir eru þekktir fyrir óbilandi stuðning við landsliðin sín og fyrir jákvæðan stuðning og gleði. Það er auðvelt að sjá fyrir sér skemmtilega tíma í Helsinki á meðan EuroBasket 2017 stendur yfir.“ sagði Ari Tammivaara, framkvæmdastjóri EuroBasket 2107 í Finnlandi. „Við hjá KKÍ erum einstaklega glöð með að geta tilkynnt okkar stuðningsfólki og íslenskum aðdáendum að við munum fara til vina okkar í Finnlandi og leika á lokamóti EM, EuroBasket 2017, í Helsinki. Finnar völdu okkur sem meðskipuleggjendur sína að mótinu og við höfum náð samkomulagi þar um sem við erum mjög stolt af. VIð finnum fyrir miklum áhuga íslendinga fyrir landsliðinu og mótinu og hvað íslendingar eru spenntir að fylgjast með næsta ævintýri strákanna okkar næsta haust. Við vonumst til að öll norðurlöndin munu sameinast í körfuboltaveislu í Helsinki og upplifa jákvæða og skemmtilega stemningu á meðan mótinu stendur. Körfubolti hefur stækkað mikið í Finnlandi og Íslandi, og hinum norðurlöndunum á síðustu árum, og því er þetta frábær viðurkenning fyrir starfið og árangur landanna en að auki er þetta sögulegt fyrir íslenskan körfubolta og íslenskar íþróttir almennt.“ sagði Hannes. S. Jónsson, formaður KKÍ og stjórnarmaður FIBA Europe. Framkvæmdastjóri FIBA Europe, Kamil Novak er spenntur fyrir samstarfinu. „Báðar þjóðir hafa sýnt undanfarið að þau eiga eina bestu stuðningsmenn Evrópu. Andrúmsloftið sem þeir munu skapa í Helsinki mun einmitt sýna hvað EuroBasket snýst um, keppni sem dregur fram og sameinar bestu lið Evrópu, sem og stuðningsmenn liðanna. Hinir þrír gestgjafarnir á EuroBasket 2017 munu á næstu vikum tilkynna sína meðskipuleggjendur, fyrir dráttinn, sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi 22. nóvember. EuroBasket 2017 fer fram 31. ágúst til 17. september á næsta ári og verður haldið í Finnlandi, Ísrael, Rúmeníu og Tyrklandi.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Ísland er ekki langt frá því að tryggja sér samstarf með Finnum á EM 2017 í körfubolta á næsta ári. 30. september 2016 09:00 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Ísland verður samstarfsaðili Finnlands á EM 2017 í körfubolta á næsta ári og spilar því sinn riðil í Helsinki eins og KKÍ hafði vonast eftir. Þetta hefur Vísir eftir heimildum, en síðar í dag mun FIBA Europe senda út yfirlýsingu um samstarf Íslands og Finnlands á EM 2017. Ísland vildi ólmt spila sinn riðil í Helsinki frekar en í Istanbúl í Tyrklandi eða Tel Aviv í Ísrael. Það er auðvitað mun betra upp á ferðalag fyrir stuðningsmenn og þá mun karlalandsliðið í fótbolta spila leik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 2. september, á sama tíma og mótið fer fram.Eins og Vísir greindi frá voru Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð en völdu á endanum Ísland. KKÍ sagðist geta komið með um 2.000 stuðningsmenn til Finnlands, en gulrótin var meðal annars þessi fótboltalandsleikur. KKÍ getur sem samstarfsaðili Finnlands haft áhrif á riðilinn og mun sambandið reyna að spila sinn leik 2. september klukkan 14.00 þannig allir Íslendingar sem verða í Finnlandi geta bæði séð körfuboltalandsliðið og fótboltalandsliðið spila þann dag. EM í körfubolta hefst 31. ágúst á næsta ári og stendur yfir til 17. september. Strákarnir okkar þreyttu frumraun sína á EM í fyrra og spiluðu þá í Berlín.Uppfært: 13:08 KKÍ, finnska körfuboltasambandið og FIBA Europe eru búin að staðfesta frétt Vísis frá því í morgun. Ísland leikur í Helsingi á næsta ári og ríkir mikil ánægja beggja aðila vegna þess. Hér að neðan má lesa sameiginlega yfirlýsingu KKÍ, finnska sambandsins og FIBA Europe um samstarf Íslands og Finnlands í Helsinki á næsta ári. „Finnland eru fyrstu gestgjafar FIBA EuroBasket 2017 til að tilkynna meðskipuleggjendur sína en þeir hafa valið Ísland með sér í lið. í fyrsta skipti var sá háttur hafður á EuroBasket 2015, að hver gestgjafi í löndunum fjórum, fékk að velja sér annað land til að vera meðskipuleggjendur og aðstoðar gestgjafar. Þetta tryggir að viðkomandi land er í sama riðli og gestgjafarnir þegar dregið verður í riðla. Helstu kostir þessa fyrirkomulags eru að tryggja miðasölu og styrkja samvinnu sambandanna tveggja. Finnland hefur valið Ísland til að vera þeirra meðskipuleggjendur, ekki síst eftir frábæra frammistöðu íslensku aðdáendanna sem ferðuðust til Berlínar 2015 þar sem Ísland lék í fyrsta sinn á lokamóti EM, EuroBasket, fyrir framan 1100 íslenska stuðningsmenn, og aftur síðastliðið sumar þar sem 30.000 manns fylgdu fótboltaliðinu á EM í fótbolta. Finnar hafa sjálfir skapað sér nafn fyrir frábæran stuðnins frá sínum stuðningsmönnum á undanförnum árum, sem sást vel á HM í Bilbao, þar sem hátt í 10.000 „Susijengi-úlfar” ferðuðust til Spánar og studdu sitt lið. Það leiddi einmitt til þess að Frakkar völdu Finna sem sína meðskipuleggjendur fyrir EuroBasket í Frakkalandi 2015. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir samstarfi okkar við Ísland. Við munum bjóða íslensku stuðningsmennina velkomna og taka á móti þeim með opnum örmum til Helsinki. Bæði finnsku og íslensku aðdáendurnir eru þekktir fyrir óbilandi stuðning við landsliðin sín og fyrir jákvæðan stuðning og gleði. Það er auðvelt að sjá fyrir sér skemmtilega tíma í Helsinki á meðan EuroBasket 2017 stendur yfir.“ sagði Ari Tammivaara, framkvæmdastjóri EuroBasket 2107 í Finnlandi. „Við hjá KKÍ erum einstaklega glöð með að geta tilkynnt okkar stuðningsfólki og íslenskum aðdáendum að við munum fara til vina okkar í Finnlandi og leika á lokamóti EM, EuroBasket 2017, í Helsinki. Finnar völdu okkur sem meðskipuleggjendur sína að mótinu og við höfum náð samkomulagi þar um sem við erum mjög stolt af. VIð finnum fyrir miklum áhuga íslendinga fyrir landsliðinu og mótinu og hvað íslendingar eru spenntir að fylgjast með næsta ævintýri strákanna okkar næsta haust. Við vonumst til að öll norðurlöndin munu sameinast í körfuboltaveislu í Helsinki og upplifa jákvæða og skemmtilega stemningu á meðan mótinu stendur. Körfubolti hefur stækkað mikið í Finnlandi og Íslandi, og hinum norðurlöndunum á síðustu árum, og því er þetta frábær viðurkenning fyrir starfið og árangur landanna en að auki er þetta sögulegt fyrir íslenskan körfubolta og íslenskar íþróttir almennt.“ sagði Hannes. S. Jónsson, formaður KKÍ og stjórnarmaður FIBA Europe. Framkvæmdastjóri FIBA Europe, Kamil Novak er spenntur fyrir samstarfinu. „Báðar þjóðir hafa sýnt undanfarið að þau eiga eina bestu stuðningsmenn Evrópu. Andrúmsloftið sem þeir munu skapa í Helsinki mun einmitt sýna hvað EuroBasket snýst um, keppni sem dregur fram og sameinar bestu lið Evrópu, sem og stuðningsmenn liðanna. Hinir þrír gestgjafarnir á EuroBasket 2017 munu á næstu vikum tilkynna sína meðskipuleggjendur, fyrir dráttinn, sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi 22. nóvember. EuroBasket 2017 fer fram 31. ágúst til 17. september á næsta ári og verður haldið í Finnlandi, Ísrael, Rúmeníu og Tyrklandi.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Ísland er ekki langt frá því að tryggja sér samstarf með Finnum á EM 2017 í körfubolta á næsta ári. 30. september 2016 09:00 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Ísland er ekki langt frá því að tryggja sér samstarf með Finnum á EM 2017 í körfubolta á næsta ári. 30. september 2016 09:00
Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum