Segir enn vera þörf á sérstöku kvennaorlofi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. mars 2016 07:00 Svanhvít Jónsdóttir í orlofsnefnd húsmæðra segir enn þörf á sérstökum ferðum fyrir eldri konur. vísir/pjetur „Orðið húsmóðir er tímaskekkja, en konur af þessari kynslóð þurfa enn á þessum ferðum að halda,“ segir Svanhvít Jónsdóttir, formaður orlofsnefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu, um orlof húsmæðra. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þess efnis að lög um orlof húsmæðra falli úr gildi, lög sem að stofni til eru frá 1960. Í rökstuðningi er talað um breyttar aðstæður kvenna frá því sem var þegar lögin voru sett. „Það er rétt að tímarnir hafa breyst en við höfum samt bent á að það er mikið af konum sem eru einar, eða jafnvel með menn sem þær senda í hvíldarinnlögn til þess að komast frá. Þetta þyrfti að vera kallað kvennaorlof, en ekki húsmæðraorlof.“ Frumvarpið bíður afgreiðslu, orlofsnefnd setti fram gagnrýni á það í ljósi þess að elstu kynslóðir kvenna hafi ekki notið réttinda sem þykja sjálfsögð í dag, svo sem fæðingarorlofs, dagvistunarúrræða og þá eigi margar ekki rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum í dag. „Þessar konur eru að detta út,“ segir Svanhvít sem segir þrátt fyrir það enn þörf á kvennaferðum. „Margar eldri konur hafa einangrað sig félagslega, orlofsferðirnar eru hugsaðar til að rjúfa þessa einangrun. Þær fá í ferðunum félagsskap, öryggi og aðstoð. Þó að niðurgreiðslur í þessar ferðir hætti, þá held ég að það verði enn þörf á þessum ferðum. Niðurgreiðslan er líka ógurlega lítil, þetta eru hundrað krónur á íbúa.“ Svanhvít segir margar kvennanna miður sín yfir gagnrýni á ferðirnar. „Þetta eru svo óskaplega litlir peningar sem um ræðir, það er mikill pirringur út í þetta. Okkur finnst það mjög leiðinlegt en þetta eru landslög, við erum kosnar til að gera þetta og við þurfum að gera þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er alltaf verra að vinna undir óánægju sem er auðvitað bara sorglegt. Í ár stendur til að fara til Toscana og í aðventuferð til Þýskalands.“ Athygli vekur að ferðirnar eru ekki sérlega ódýrar eða allt að hundrað og fimmtíu þúsund krónur á hverja og eina. „Það er vegna þess að niðurgreiðslan er ekki svo mikil. Til að byrja með þá voru þetta helst innanlandsferðir en það hefur breyst með þjóðfélaginu. Nú er bæði farið í innanlandsferðir og farið út. Okkur finnst alltaf gaman að fara á Vestfirði og Austfirði.“ Aðalatriðið er að þetta eru konur sem hafa margar verið heimavinnandi alla tíð eins og var þegar lögin voru sett. „Það er einangrunin og öryggið sem skiptir mestu máli. Ekki peningarnir.“ Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
„Orðið húsmóðir er tímaskekkja, en konur af þessari kynslóð þurfa enn á þessum ferðum að halda,“ segir Svanhvít Jónsdóttir, formaður orlofsnefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu, um orlof húsmæðra. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þess efnis að lög um orlof húsmæðra falli úr gildi, lög sem að stofni til eru frá 1960. Í rökstuðningi er talað um breyttar aðstæður kvenna frá því sem var þegar lögin voru sett. „Það er rétt að tímarnir hafa breyst en við höfum samt bent á að það er mikið af konum sem eru einar, eða jafnvel með menn sem þær senda í hvíldarinnlögn til þess að komast frá. Þetta þyrfti að vera kallað kvennaorlof, en ekki húsmæðraorlof.“ Frumvarpið bíður afgreiðslu, orlofsnefnd setti fram gagnrýni á það í ljósi þess að elstu kynslóðir kvenna hafi ekki notið réttinda sem þykja sjálfsögð í dag, svo sem fæðingarorlofs, dagvistunarúrræða og þá eigi margar ekki rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum í dag. „Þessar konur eru að detta út,“ segir Svanhvít sem segir þrátt fyrir það enn þörf á kvennaferðum. „Margar eldri konur hafa einangrað sig félagslega, orlofsferðirnar eru hugsaðar til að rjúfa þessa einangrun. Þær fá í ferðunum félagsskap, öryggi og aðstoð. Þó að niðurgreiðslur í þessar ferðir hætti, þá held ég að það verði enn þörf á þessum ferðum. Niðurgreiðslan er líka ógurlega lítil, þetta eru hundrað krónur á íbúa.“ Svanhvít segir margar kvennanna miður sín yfir gagnrýni á ferðirnar. „Þetta eru svo óskaplega litlir peningar sem um ræðir, það er mikill pirringur út í þetta. Okkur finnst það mjög leiðinlegt en þetta eru landslög, við erum kosnar til að gera þetta og við þurfum að gera þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er alltaf verra að vinna undir óánægju sem er auðvitað bara sorglegt. Í ár stendur til að fara til Toscana og í aðventuferð til Þýskalands.“ Athygli vekur að ferðirnar eru ekki sérlega ódýrar eða allt að hundrað og fimmtíu þúsund krónur á hverja og eina. „Það er vegna þess að niðurgreiðslan er ekki svo mikil. Til að byrja með þá voru þetta helst innanlandsferðir en það hefur breyst með þjóðfélaginu. Nú er bæði farið í innanlandsferðir og farið út. Okkur finnst alltaf gaman að fara á Vestfirði og Austfirði.“ Aðalatriðið er að þetta eru konur sem hafa margar verið heimavinnandi alla tíð eins og var þegar lögin voru sett. „Það er einangrunin og öryggið sem skiptir mestu máli. Ekki peningarnir.“
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira