FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. janúar 2016 11:06 Ammon Bundy í dýraathvarfinu í gær þar sem vopnaðir menn ráða ríkjum. skjáskot Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. FBI sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að embættið vinni nú með „Fógetanum í Harney County, ríkislögreglunni í Oregon og öðrum löggæsluyfirvöldum,“ til að tryggja farsælar málalyktir. Þungvopnaðir menn réðust inn á skrifstofurnar í gær en þeir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar. Þeir hafa hvatt aðra föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig.Sjá einnig: Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninniRauði punkturinn gefur nokkurn veginn til kynna staðsetningu dýraathvarfsins.google mapsÞeir vilja að landsvæði sem eru í ríkiseigu verði færð í hendur yfirvalda í Oregon og vonast til að aðgerðir þeirra muni blása öðrum sama sinnis byr undir báða vængi. Í samtali við blaðamann Oregonian sagði Ammon Bundy, einn hinna vopnuðu, að markmið þeirra væri ekki að beita ofbeldi en ekki væri hægt að útiloka vopnuð átök ef yfirvöld freistuðu þess að brjóta sér leið inn í athvarfið. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum og séu þungvopnaðir. Ryan Bundy, bróðir Ammons, neitaði að svara til um fjöldann þegar hann var inntur eftir því við þarlenda fjölmiðla í gærkvöld. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Ammon bróðir hans tísti sambærilegum skilaboðum í nótt.We have not destroyed any property, businesses, or harmed any citizens. #OregonUnderAttack This is truly a peaceful protest against the #BLM— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Unlike other protest that have taken place in this country over the last year and a half we have not put anyone in danger #OregonUnderAttack— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Fógetinn í Harney County sagði í tilkynningu í dag að Bundy-bræðurnir og vopnuðu samherjar þeirra væru í Oregon á fölskum forsendum. „Þeir sögðust hafa komið til Harney County til að ganga til liðs við vopnaða stuðningsmenn bænda á svæðinu. Sannleikurinn er sá að þeir ætluðu sér að steypa yfirvöldum hér af stóli með það að markmiði að koma á byltingu í Bandaríkjunum,“ sagði fógetinn Dave Ward. Tengdar fréttir Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. FBI sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að embættið vinni nú með „Fógetanum í Harney County, ríkislögreglunni í Oregon og öðrum löggæsluyfirvöldum,“ til að tryggja farsælar málalyktir. Þungvopnaðir menn réðust inn á skrifstofurnar í gær en þeir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar. Þeir hafa hvatt aðra föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig.Sjá einnig: Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninniRauði punkturinn gefur nokkurn veginn til kynna staðsetningu dýraathvarfsins.google mapsÞeir vilja að landsvæði sem eru í ríkiseigu verði færð í hendur yfirvalda í Oregon og vonast til að aðgerðir þeirra muni blása öðrum sama sinnis byr undir báða vængi. Í samtali við blaðamann Oregonian sagði Ammon Bundy, einn hinna vopnuðu, að markmið þeirra væri ekki að beita ofbeldi en ekki væri hægt að útiloka vopnuð átök ef yfirvöld freistuðu þess að brjóta sér leið inn í athvarfið. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum og séu þungvopnaðir. Ryan Bundy, bróðir Ammons, neitaði að svara til um fjöldann þegar hann var inntur eftir því við þarlenda fjölmiðla í gærkvöld. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Ammon bróðir hans tísti sambærilegum skilaboðum í nótt.We have not destroyed any property, businesses, or harmed any citizens. #OregonUnderAttack This is truly a peaceful protest against the #BLM— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Unlike other protest that have taken place in this country over the last year and a half we have not put anyone in danger #OregonUnderAttack— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Fógetinn í Harney County sagði í tilkynningu í dag að Bundy-bræðurnir og vopnuðu samherjar þeirra væru í Oregon á fölskum forsendum. „Þeir sögðust hafa komið til Harney County til að ganga til liðs við vopnaða stuðningsmenn bænda á svæðinu. Sannleikurinn er sá að þeir ætluðu sér að steypa yfirvöldum hér af stóli með það að markmiði að koma á byltingu í Bandaríkjunum,“ sagði fógetinn Dave Ward.
Tengdar fréttir Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13