FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. janúar 2016 11:06 Ammon Bundy í dýraathvarfinu í gær þar sem vopnaðir menn ráða ríkjum. skjáskot Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. FBI sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að embættið vinni nú með „Fógetanum í Harney County, ríkislögreglunni í Oregon og öðrum löggæsluyfirvöldum,“ til að tryggja farsælar málalyktir. Þungvopnaðir menn réðust inn á skrifstofurnar í gær en þeir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar. Þeir hafa hvatt aðra föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig.Sjá einnig: Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninniRauði punkturinn gefur nokkurn veginn til kynna staðsetningu dýraathvarfsins.google mapsÞeir vilja að landsvæði sem eru í ríkiseigu verði færð í hendur yfirvalda í Oregon og vonast til að aðgerðir þeirra muni blása öðrum sama sinnis byr undir báða vængi. Í samtali við blaðamann Oregonian sagði Ammon Bundy, einn hinna vopnuðu, að markmið þeirra væri ekki að beita ofbeldi en ekki væri hægt að útiloka vopnuð átök ef yfirvöld freistuðu þess að brjóta sér leið inn í athvarfið. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum og séu þungvopnaðir. Ryan Bundy, bróðir Ammons, neitaði að svara til um fjöldann þegar hann var inntur eftir því við þarlenda fjölmiðla í gærkvöld. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Ammon bróðir hans tísti sambærilegum skilaboðum í nótt.We have not destroyed any property, businesses, or harmed any citizens. #OregonUnderAttack This is truly a peaceful protest against the #BLM— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Unlike other protest that have taken place in this country over the last year and a half we have not put anyone in danger #OregonUnderAttack— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Fógetinn í Harney County sagði í tilkynningu í dag að Bundy-bræðurnir og vopnuðu samherjar þeirra væru í Oregon á fölskum forsendum. „Þeir sögðust hafa komið til Harney County til að ganga til liðs við vopnaða stuðningsmenn bænda á svæðinu. Sannleikurinn er sá að þeir ætluðu sér að steypa yfirvöldum hér af stóli með það að markmiði að koma á byltingu í Bandaríkjunum,“ sagði fógetinn Dave Ward. Tengdar fréttir Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. FBI sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að embættið vinni nú með „Fógetanum í Harney County, ríkislögreglunni í Oregon og öðrum löggæsluyfirvöldum,“ til að tryggja farsælar málalyktir. Þungvopnaðir menn réðust inn á skrifstofurnar í gær en þeir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar. Þeir hafa hvatt aðra föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig.Sjá einnig: Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninniRauði punkturinn gefur nokkurn veginn til kynna staðsetningu dýraathvarfsins.google mapsÞeir vilja að landsvæði sem eru í ríkiseigu verði færð í hendur yfirvalda í Oregon og vonast til að aðgerðir þeirra muni blása öðrum sama sinnis byr undir báða vængi. Í samtali við blaðamann Oregonian sagði Ammon Bundy, einn hinna vopnuðu, að markmið þeirra væri ekki að beita ofbeldi en ekki væri hægt að útiloka vopnuð átök ef yfirvöld freistuðu þess að brjóta sér leið inn í athvarfið. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum og séu þungvopnaðir. Ryan Bundy, bróðir Ammons, neitaði að svara til um fjöldann þegar hann var inntur eftir því við þarlenda fjölmiðla í gærkvöld. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Ammon bróðir hans tísti sambærilegum skilaboðum í nótt.We have not destroyed any property, businesses, or harmed any citizens. #OregonUnderAttack This is truly a peaceful protest against the #BLM— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Unlike other protest that have taken place in this country over the last year and a half we have not put anyone in danger #OregonUnderAttack— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Fógetinn í Harney County sagði í tilkynningu í dag að Bundy-bræðurnir og vopnuðu samherjar þeirra væru í Oregon á fölskum forsendum. „Þeir sögðust hafa komið til Harney County til að ganga til liðs við vopnaða stuðningsmenn bænda á svæðinu. Sannleikurinn er sá að þeir ætluðu sér að steypa yfirvöldum hér af stóli með það að markmiði að koma á byltingu í Bandaríkjunum,“ sagði fógetinn Dave Ward.
Tengdar fréttir Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13