Forsetar dýrir á fóðrunum Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2016 11:02 Í sumar bætist enn einn forsetinn á launaskrá skattgreiðenda. Eftir nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar liggur fyrir að nýr forseti tekur til starfa í sumar. Þetta þýðir vitanlega aukinn kostnað ríkisins. Kjararáð ákvað fyrir rúmum mánuði að hækka laun embættismanna ríkisins um 9,3 prósent, þar með laun forseta Íslands. Þá voru laun forsetans komin upp í rúmlega 2,1 milljónir króna sem þýðir að laun forsetans standa nú í sem nemur um það bil 2,3 milljónum króna. Forsetinn nýtur biðlauna í 6 mánuði. Vegna langrar setu Ólafs Ragnars í forsetastóli, í heil 20 ár, á hann rétt á 80 prósentum í eftirlaun sem eru þá 1,8 milljón í eftirlaun. Vigdís Finnbogadóttir sat í fjögur kjörtímabil, hætti 1996 sem þýðir að hún á rétt á 80 prósentum einnig. Nú liggur fyrir að í sumar bæta landsmenn enn einum forsetanum á launaskrá, þannig að ljóst er að kostnaður, beinn sem óbeinn, vegna embættisins eykst nú sem þessu nemur. Hvað svo sem mönnum finnst um frammistöðu Ólafs Ragnars má segja að hann hafi, með langri setu sinni, sparað þjóðinni skildinginn.Í lögum um eftirlaun forseta segir:Forseti Íslands. 2. gr. Fyrrverandi forseti Íslands á rétt á eftirlaunum að liðnum þeim sex mánuðum sem hann nýtur biðlauna, sbr. 4. gr. laga nr. 10/1990. Eftirlaunin nema 60% af launum forseta Íslands eins og þau eru ákveðin af [kjararáði]1) hverju sinni. Ef forseti hefur gegnt embættinu lengur en eitt kjörtímabil eru eftirlaunin 70%, en 80% hafi hann gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil. 1)L. 47/2006, 13. gr. 3. gr. Nú andast forseti og skal þá greiða eftirlifandi maka hans full laun í sex mánuði. Að þeim tíma liðnum skal greiða makanum helming þeirra eftirlauna sem hinn látni forseti hefði átt rétt á. Um rétt maka forseta er látið hefur af störfum fer eftir 16. gr., sbr. 2. mgr. 1. gr. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Eftir nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar liggur fyrir að nýr forseti tekur til starfa í sumar. Þetta þýðir vitanlega aukinn kostnað ríkisins. Kjararáð ákvað fyrir rúmum mánuði að hækka laun embættismanna ríkisins um 9,3 prósent, þar með laun forseta Íslands. Þá voru laun forsetans komin upp í rúmlega 2,1 milljónir króna sem þýðir að laun forsetans standa nú í sem nemur um það bil 2,3 milljónum króna. Forsetinn nýtur biðlauna í 6 mánuði. Vegna langrar setu Ólafs Ragnars í forsetastóli, í heil 20 ár, á hann rétt á 80 prósentum í eftirlaun sem eru þá 1,8 milljón í eftirlaun. Vigdís Finnbogadóttir sat í fjögur kjörtímabil, hætti 1996 sem þýðir að hún á rétt á 80 prósentum einnig. Nú liggur fyrir að í sumar bæta landsmenn enn einum forsetanum á launaskrá, þannig að ljóst er að kostnaður, beinn sem óbeinn, vegna embættisins eykst nú sem þessu nemur. Hvað svo sem mönnum finnst um frammistöðu Ólafs Ragnars má segja að hann hafi, með langri setu sinni, sparað þjóðinni skildinginn.Í lögum um eftirlaun forseta segir:Forseti Íslands. 2. gr. Fyrrverandi forseti Íslands á rétt á eftirlaunum að liðnum þeim sex mánuðum sem hann nýtur biðlauna, sbr. 4. gr. laga nr. 10/1990. Eftirlaunin nema 60% af launum forseta Íslands eins og þau eru ákveðin af [kjararáði]1) hverju sinni. Ef forseti hefur gegnt embættinu lengur en eitt kjörtímabil eru eftirlaunin 70%, en 80% hafi hann gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil. 1)L. 47/2006, 13. gr. 3. gr. Nú andast forseti og skal þá greiða eftirlifandi maka hans full laun í sex mánuði. Að þeim tíma liðnum skal greiða makanum helming þeirra eftirlauna sem hinn látni forseti hefði átt rétt á. Um rétt maka forseta er látið hefur af störfum fer eftir 16. gr., sbr. 2. mgr. 1. gr.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira