Innlent

Ræða loftslagsmálin yfir hádegismatnum

Atli Ísleifsson skrifar
Hér á landi verður sest til borðs á Toppstöðinni á Rafstöðvarvegi 4 klukkan 12:30.
Hér á landi verður sest til borðs á Toppstöðinni á Rafstöðvarvegi 4 klukkan 12:30.
Þúsundir manna um allan heim munu í dag koma saman við matarborðið til að ræða hvað almenningur getur gert til að taka á loftlagsmálum.

Páll Ásgeir Davíðsson hjá Global Glacier Initiative segir að með verkefninu, sem gengur undir nafninu Earth to Dinner, sé verið að virkja almenning út um allan heim, þar sem fólk mun ræða hvað sé hægt að gera til að knýja á um aðgerðir í loftslagsmálum.

Páll Ásgeir segir að hér á landi verði sest til borðs á Toppstöðinni á Rafstöðvarvegi 4 klukkan 12:30 og séu allir velkomnir.

„Loftslagsmál eru mikið rædd á ráðstefnum, fundum, sölum akademíunnar, en það eru kannski ekki staðirnir það sem menn ná bestu umræðunum. Það er oft einmitt við matarborðið,“ segir Páll Ásgeir, og bendir á að verkefnið sé unnið í tilefni af eins árs afmæli Parísarsamkomulagsins.

Að neðan má sjá myndband um verkefnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×