Tökur fóru fram á ísilögðu Mývatni og einnig á Akranesi. Mývatn er fyrirferðarmikið líkt og búast mátti við og er ýmislegt um að vera á vatninu. Mikill eltingarleikur fer fram þar sem kafbátur kemur við sögu. Þá eru miklar sprengingar á vatninu.
Akranes virðist einni fá smáhlutverk í stiklunni sem er full af fjöri, líkt og búast má við af Fast and the Furious myndunum.
Myndin gekk undir nafninu Fast 8 á meðan tökur stóðu yfir hér á landi en nú hefur verið tilkynnt að myndin hafi fengið nafnið The Fate of the Furios.
Stikluna má sjá hér fyrir neðan en myndin kemur út í apríl á næsta ári.