Innlent

Veðurstofan varar við óveðri: Vindhviður geta farið yfir 40 metra á sekúndu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Veðurstofan spáir óveðri á morgun, stormi og rigningu.
Veðurstofan spáir óveðri á morgun, stormi og rigningu. vísir/eyþór
Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun vegna óveðurs á landinu á morgun og á aðfaranótt fimmtudags. Í tilkynningu Veðurstofunnar, sem sjá má í heild hér að neðan, kemur fram spáð sé sunnan-og suðaustan stormi eða roki á landinu á morgun og aðfaranótt fimmtudags.

Mesti vindhraði verður á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem vindhviður geta farið yfir 40 metra á sekúndu en þá verður einnig mjög hvasst sums staðar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga. Einnig er búist við talsverðri úrkomu sunnan og vestanlands.

Viðvörun Veðurstofu Íslands:

Spáð er sunnan- og suðaustan stormi eða -roki (20-28 m/s) á landinu á morgun og á aðfaranótt fimmtudags. Það hvessir á vestur helmingi landsins strax í fyrramálið, en norðaustanlands annað kvöld. Mesti vindhraði verður á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem vindhviður geta farið yfir 40 m/s, en einnig verður mjög hvasst sums staðar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga. Einnig er búist við talsverðri úrkomu sunnan- og vestanlands.

Nánar um útlitið:

Sunnan úr hafi nálgast víðáttumikil og dýpkandi lægð, sem mun koma inn á

Grænlandshaf snemma í fyrramálið. Skil lægðarinnar ganga síðan norður yfir landiðsíðdegis og hvessir talsvert í kjölfarið, en spáð er stormi eða roki (20-28 m/s) ávestanverðu landinu. Það hvessir talsvert á norðaustanverðu landinu annað kvöld en fer heldur að draga úr vindi og úrkomu sunnan- og vestanlands á fimmtudagsmorgun.

Reikna má með sunnan hvassviðri eða -stormi (yfir 20 m/s) á Norðurlandi fram eftirfimmtudegi.

Ásamt storminum er spáð talsverðri rigningu um landið sunnan- og vestanvert á

morgun, og fram yfir hádegi á fimmtudag, 20. október. Búast má við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla á þessum svæðum og þar gæti sólarhringsúrkoma farið vel yfir 100 mm. Varað er við vexti í ám á Snæfellsnesi, á Hvítársvæðinu (bæði vestur og suður af Langjökli), kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðanVatnajökul. Fólk er beðið um að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og sérstaklega effara þarf yfir ár, þar sem vöð geta orðið varhugaverð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×