Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2016 07:00 Bragi Guðbrandsson mynd/úr einkasafni Tólf fylgdarlausir flóttamenn á barnsaldri hafa komið hingað til lands það sem af er ári. Forstjóri Barnaverndarstofu segir misbrest í málefnum þeirra. Þrjú börn hafa þegar fengið vernd, einu var synjað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mál átta eru óafgreidd. Tveir til viðbótar báru því við að vera á barnsaldri við komuna til landsins en reyndust vera fullorðnir. Í vafatilfellum er gerð aldursgreining með því að skoða tennur viðkomandi. „Þegar barn kemur fylgdarlaust til landsins og óskar eftir hæli ber Útlendingastofnun að tilkynna það til barnaverndar í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Undir eðlilegum kringumstæðum færi barnið á móttökustöð en reyndin er að þau lenda yfirleitt strax hjá barnavernd,“ segir Bragi. Flest börnin gefa sig fram í Leifsstöð en dæmi eru um flóttabörn sem komu með Norrænu. Þá hafa börn gefið sig fram í Reykjavík. Börnin sem nú eru á landinu eru frá Albaníu, Alsír, Írak, Marokkó, Pakistan, Sómalíu og Sýrlandi. „Við höfum auglýst í tvígang á árinu eftir fósturfjölskyldum til að hýsa börn sem koma hingað einsömul og stefnum á að halda námskeið fyrir áhugasamar fjölskyldur,“ segir Bragi. Að sögn Braga þarf að sníða úrræði að hverjum einstaklingi. Þar tvinnist saman búseta, tómstundir og menntun. Stærstur tími barnaverndarnefndanna fer í að finna húsnæði fyrir börnin. „Það hefur ekki verið mikið skipulag á þessari þjónustu heilt yfir landið og misbrestur á þessu,“ segir Bragi. Því hafi Barnaverndarstofa beitt sér fyrir því að nýju útlendingalögin, sem taka gildi um áramótin, tryggi réttindagæslu þessa hóps. „Frá og með áramótum mun Barnaverndarstofa fara með yfirumsjón þess að hælisleitandi börn hljóti viðeigandi stuðning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. 4. október 2016 20:00 Vildu rukka hælisleitendur um hærri leigu Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir eru ósátt við leiguverð til útlendingastofnunar á Víðinesi. 15. október 2016 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Tólf fylgdarlausir flóttamenn á barnsaldri hafa komið hingað til lands það sem af er ári. Forstjóri Barnaverndarstofu segir misbrest í málefnum þeirra. Þrjú börn hafa þegar fengið vernd, einu var synjað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mál átta eru óafgreidd. Tveir til viðbótar báru því við að vera á barnsaldri við komuna til landsins en reyndust vera fullorðnir. Í vafatilfellum er gerð aldursgreining með því að skoða tennur viðkomandi. „Þegar barn kemur fylgdarlaust til landsins og óskar eftir hæli ber Útlendingastofnun að tilkynna það til barnaverndar í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Undir eðlilegum kringumstæðum færi barnið á móttökustöð en reyndin er að þau lenda yfirleitt strax hjá barnavernd,“ segir Bragi. Flest börnin gefa sig fram í Leifsstöð en dæmi eru um flóttabörn sem komu með Norrænu. Þá hafa börn gefið sig fram í Reykjavík. Börnin sem nú eru á landinu eru frá Albaníu, Alsír, Írak, Marokkó, Pakistan, Sómalíu og Sýrlandi. „Við höfum auglýst í tvígang á árinu eftir fósturfjölskyldum til að hýsa börn sem koma hingað einsömul og stefnum á að halda námskeið fyrir áhugasamar fjölskyldur,“ segir Bragi. Að sögn Braga þarf að sníða úrræði að hverjum einstaklingi. Þar tvinnist saman búseta, tómstundir og menntun. Stærstur tími barnaverndarnefndanna fer í að finna húsnæði fyrir börnin. „Það hefur ekki verið mikið skipulag á þessari þjónustu heilt yfir landið og misbrestur á þessu,“ segir Bragi. Því hafi Barnaverndarstofa beitt sér fyrir því að nýju útlendingalögin, sem taka gildi um áramótin, tryggi réttindagæslu þessa hóps. „Frá og með áramótum mun Barnaverndarstofa fara með yfirumsjón þess að hælisleitandi börn hljóti viðeigandi stuðning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. 4. október 2016 20:00 Vildu rukka hælisleitendur um hærri leigu Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir eru ósátt við leiguverð til útlendingastofnunar á Víðinesi. 15. október 2016 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46
Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. 4. október 2016 20:00
Vildu rukka hælisleitendur um hærri leigu Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir eru ósátt við leiguverð til útlendingastofnunar á Víðinesi. 15. október 2016 07:00