Páll segir listann í Suðurkjördæmi vænlegan til árangurs Ásgeir Erlendsson skrifar 18. september 2016 19:15 Páll Magnússon, oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að breytingin á lista flokksins í kjördæminu sýni að Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma til móts við óánægju að loknu prófkjöri án þess að fórna lýðræðislegri niðurstöðu. Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, þáði í dag fjórða sætið á listanum. Framboðslistinn var borinn undir rúmlega hundrað manna kjördæmisráð en þar var lagt til að Kristín Traustadóttir og Hólmfríður Erna Kjartansdóttir sem báðar eru frá Árborg kæmu nýjar inn á listann í fimmta og sjötta sæti. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Páll Magnússon oddviti flokksins segist mjög sáttur við listann. „Enda er hann að mestu leyti í samræmi við niðurstöðu þessa prófkjörs þar sem meira en 4000 manns tóku þátt. Það eru gerðar þarna ákveðnar breytingar sem ég held að styrki og bæta listann án þess að breyta í eðli sínu niðurstöðu prófkjörsins, enda hefði það verið sérkennilegt hefði það verið gert. Við getum gengið sameinuð og sterk með þennan lista í þessa kosningabaráttu,“ segir Páll Magnússon.Unnur Brá fer eitilhörð í baráttuna Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bauð sig fram í fyrsta sæti en endaði því í fjórða og ákvað í kjölfarið að hætta í stjórnmálum. Unnur Brá Konráðsdóttir, sem endaði í fimmta sæti í prófkjörinu færist upp í fjórða sæti listans. „Mér er boðið fjórða sæti á listanum og ég tek því og fer eitilhörð í baráttuna,“ segir Unnur Brá.Listinn kemur til móts við óánægjuraddir Páll segir listann sem samþykktur var í dag koma til móts við óánægju í kjölfar slæms gengis kvenna í prófkjörinu. „Ég held að þetta sýni að menn vilji koma til móts við þessi sjónarmið án þess að fórna niðurstöðum sem fengnar eru fram með lýðræðislegum hætti,“ segir Páll. X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Unnur Brá færist upp og Kristín og Hólmfríður koma inn 18. september 2016 17:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Páll Magnússon, oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að breytingin á lista flokksins í kjördæminu sýni að Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma til móts við óánægju að loknu prófkjöri án þess að fórna lýðræðislegri niðurstöðu. Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, þáði í dag fjórða sætið á listanum. Framboðslistinn var borinn undir rúmlega hundrað manna kjördæmisráð en þar var lagt til að Kristín Traustadóttir og Hólmfríður Erna Kjartansdóttir sem báðar eru frá Árborg kæmu nýjar inn á listann í fimmta og sjötta sæti. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Páll Magnússon oddviti flokksins segist mjög sáttur við listann. „Enda er hann að mestu leyti í samræmi við niðurstöðu þessa prófkjörs þar sem meira en 4000 manns tóku þátt. Það eru gerðar þarna ákveðnar breytingar sem ég held að styrki og bæta listann án þess að breyta í eðli sínu niðurstöðu prófkjörsins, enda hefði það verið sérkennilegt hefði það verið gert. Við getum gengið sameinuð og sterk með þennan lista í þessa kosningabaráttu,“ segir Páll Magnússon.Unnur Brá fer eitilhörð í baráttuna Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bauð sig fram í fyrsta sæti en endaði því í fjórða og ákvað í kjölfarið að hætta í stjórnmálum. Unnur Brá Konráðsdóttir, sem endaði í fimmta sæti í prófkjörinu færist upp í fjórða sæti listans. „Mér er boðið fjórða sæti á listanum og ég tek því og fer eitilhörð í baráttuna,“ segir Unnur Brá.Listinn kemur til móts við óánægjuraddir Páll segir listann sem samþykktur var í dag koma til móts við óánægju í kjölfar slæms gengis kvenna í prófkjörinu. „Ég held að þetta sýni að menn vilji koma til móts við þessi sjónarmið án þess að fórna niðurstöðum sem fengnar eru fram með lýðræðislegum hætti,“ segir Páll.
X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Unnur Brá færist upp og Kristín og Hólmfríður koma inn 18. september 2016 17:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30