Nico Rosberg vann í Singapúr 18. september 2016 13:50 Nico Rosberg var öflugur í dag og vann í sinni 200. keppni í Formúlu 1. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Marina Bay brautinni í Singapúr. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. Rosberg er nú kominn með forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er nú með átta stiga forskot á liðsfélaga sinn, Hamilton. Sebastian Vettel ók gríðarlega vel í dag á Ferrari bílnum. Hann ræsti aftastur og endaði fimmti. Romain Grosjean tók ekki þátt í keppninni. Frakkinn skautaði á varnarvegg í tímatökunni í gær á Haas bílnum. Bremsurnar virkuðu ekki í undirbúningshring og Haas bíllinn settur inn í bílskúr fyrir keppni. Öryggisbíllinn var kallaður út strax eftir ræsingu keppninnar. Nico Hulkenberg á Force India lenti í samstuði við Carlos Sainz á Toro Rosso. Aðrir voru einkar heppnir að sleppa við bíl Hulkenberg sem snérist á ráskaflanum. Hulkenberg hætti keppni. Fernando Alonso átti afar góða ræsingu hann ræsti níundi af stað á McLaren bílnum en var orðinn fimmti eftir ræsinguna. Rosberg fékk ítrekuð skilaboð á hringjum átta og níu að hann þyrfti að passa hitan í bremsunum. Of heitar bremsur eru eitt helsta vandamálið sem hrjáir bílana á Singapúr brautinni. Kimi Raikkonen hóf að sækja að Hamilton eftir fyrsta þjónustuhléið og var kominn um og undir sekúnduna á 26 hring. Það er erfitt að taka fram úr á Marina Bay brautinni og Raikkonen varð ekkert ágengt fyrr en á 33 hring þegar Hamilton læsti hægra framdekkinu á leiðinni inn í beygju. Raikkonen var þá kominn fram úr Hamilton og í síðasta verðlaunasætið.Sebastian Vettel bjargaði því sem bjargað varð í dag.Vísir/GettyHamilton fékk skilaboð um að nú væri kominn tími til að skipta yfir á áætlun B á hring 39. Hann ætti að ná Raikkonen aftur. Þá var Hamilton um fjórum og hálfri sekúndu á eftir Raikkonen. Vettel tók sitt síðasta þjónustuhlé á 43. hring, hann fékk þá últra-mjúku dekkin undir. Vettel kom út í sjötta sæti og hóf aðför að Verstappen í fimmta sætinu. Verstappen brást við með því að taka þjónustuhlé tveimur hringjum seinna og Vettel var orðinn fimmti eftir að hafa ræst 22. af stað. Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 46. hring og Raikkonen kom inn á næsta hring. Hamilton komst fram úr Raikkonen með þessu þjónustusvæði. Baráttan um þriðja sætið var orðin hörð. Raikkonen var á últra-mjúkum dekkjum en Hamilton á ofur-mjúkum, sem eru ögn harðari. Ricciardo kom inn á 47. hring. Á meðan setti Rosberg allt í botn. Rosberg átti að koma inn á þjónustusvæðið en fór framhjá. Mercedes liðið var reiðubúið að taka á móti Rosberg. Ricciardo nálgaðist Rosberg afar hratt. Þegar tíu hringir voru eftir var bilið á milli Rosberg og Ricciardo 16 sekúndur. Bilið var orðið fimm sekúndur á milli Rosberg og Ricciardo þegar fimm hringir voru eftir. Á sama tíma var Raikkonen farinn að gera aðra atlögu að þriðja sætinu sem Hamilton var með. Bilið þar á milli var komið undir eina og hálfa sekúndu þegar fimm hringir voru eftir. Rosberg reyndi að svara aðeins fyrir sig og tókst það á meðan Ricciardo sneyddi fram úr hægfara bílum. Ricciardo tókst ekki að ná Rosberg þrátt fyrir afar góða tilraun og spennandi loka hringi. Formúla Tengdar fréttir Rosberg: Einn af mínum bestu hringjum Nico Rosberg náði í sinn sjöunda ráspól á tímabilinu á Marina Bay brautinni í dag. Hann var ósnertanlegur á nýju brautarmeti. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 17. september 2016 21:00 Max Verstappen og Nico Rosberg fljótastir á æfingum Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 16. september 2016 16:30 Nico Rosberg á ráspól | Vettel aftastur Nico Rosberg á Mercedes mun ræsa fremstur í Singapúr kappastrinum á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. 17. september 2016 13:53 Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Marina Bay brautinni í Singapúr. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. Rosberg er nú kominn með forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er nú með átta stiga forskot á liðsfélaga sinn, Hamilton. Sebastian Vettel ók gríðarlega vel í dag á Ferrari bílnum. Hann ræsti aftastur og endaði fimmti. Romain Grosjean tók ekki þátt í keppninni. Frakkinn skautaði á varnarvegg í tímatökunni í gær á Haas bílnum. Bremsurnar virkuðu ekki í undirbúningshring og Haas bíllinn settur inn í bílskúr fyrir keppni. Öryggisbíllinn var kallaður út strax eftir ræsingu keppninnar. Nico Hulkenberg á Force India lenti í samstuði við Carlos Sainz á Toro Rosso. Aðrir voru einkar heppnir að sleppa við bíl Hulkenberg sem snérist á ráskaflanum. Hulkenberg hætti keppni. Fernando Alonso átti afar góða ræsingu hann ræsti níundi af stað á McLaren bílnum en var orðinn fimmti eftir ræsinguna. Rosberg fékk ítrekuð skilaboð á hringjum átta og níu að hann þyrfti að passa hitan í bremsunum. Of heitar bremsur eru eitt helsta vandamálið sem hrjáir bílana á Singapúr brautinni. Kimi Raikkonen hóf að sækja að Hamilton eftir fyrsta þjónustuhléið og var kominn um og undir sekúnduna á 26 hring. Það er erfitt að taka fram úr á Marina Bay brautinni og Raikkonen varð ekkert ágengt fyrr en á 33 hring þegar Hamilton læsti hægra framdekkinu á leiðinni inn í beygju. Raikkonen var þá kominn fram úr Hamilton og í síðasta verðlaunasætið.Sebastian Vettel bjargaði því sem bjargað varð í dag.Vísir/GettyHamilton fékk skilaboð um að nú væri kominn tími til að skipta yfir á áætlun B á hring 39. Hann ætti að ná Raikkonen aftur. Þá var Hamilton um fjórum og hálfri sekúndu á eftir Raikkonen. Vettel tók sitt síðasta þjónustuhlé á 43. hring, hann fékk þá últra-mjúku dekkin undir. Vettel kom út í sjötta sæti og hóf aðför að Verstappen í fimmta sætinu. Verstappen brást við með því að taka þjónustuhlé tveimur hringjum seinna og Vettel var orðinn fimmti eftir að hafa ræst 22. af stað. Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 46. hring og Raikkonen kom inn á næsta hring. Hamilton komst fram úr Raikkonen með þessu þjónustusvæði. Baráttan um þriðja sætið var orðin hörð. Raikkonen var á últra-mjúkum dekkjum en Hamilton á ofur-mjúkum, sem eru ögn harðari. Ricciardo kom inn á 47. hring. Á meðan setti Rosberg allt í botn. Rosberg átti að koma inn á þjónustusvæðið en fór framhjá. Mercedes liðið var reiðubúið að taka á móti Rosberg. Ricciardo nálgaðist Rosberg afar hratt. Þegar tíu hringir voru eftir var bilið á milli Rosberg og Ricciardo 16 sekúndur. Bilið var orðið fimm sekúndur á milli Rosberg og Ricciardo þegar fimm hringir voru eftir. Á sama tíma var Raikkonen farinn að gera aðra atlögu að þriðja sætinu sem Hamilton var með. Bilið þar á milli var komið undir eina og hálfa sekúndu þegar fimm hringir voru eftir. Rosberg reyndi að svara aðeins fyrir sig og tókst það á meðan Ricciardo sneyddi fram úr hægfara bílum. Ricciardo tókst ekki að ná Rosberg þrátt fyrir afar góða tilraun og spennandi loka hringi.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg: Einn af mínum bestu hringjum Nico Rosberg náði í sinn sjöunda ráspól á tímabilinu á Marina Bay brautinni í dag. Hann var ósnertanlegur á nýju brautarmeti. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 17. september 2016 21:00 Max Verstappen og Nico Rosberg fljótastir á æfingum Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 16. september 2016 16:30 Nico Rosberg á ráspól | Vettel aftastur Nico Rosberg á Mercedes mun ræsa fremstur í Singapúr kappastrinum á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. 17. september 2016 13:53 Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Rosberg: Einn af mínum bestu hringjum Nico Rosberg náði í sinn sjöunda ráspól á tímabilinu á Marina Bay brautinni í dag. Hann var ósnertanlegur á nýju brautarmeti. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 17. september 2016 21:00
Max Verstappen og Nico Rosberg fljótastir á æfingum Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 16. september 2016 16:30
Nico Rosberg á ráspól | Vettel aftastur Nico Rosberg á Mercedes mun ræsa fremstur í Singapúr kappastrinum á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. 17. september 2016 13:53
Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15