Erlent

Rod Stewart aðlaður

Anton Egilsson skrifar
Sir Rod Stewart ásamt konu sinni og tveimur yngstu börnum.
Sir Rod Stewart ásamt konu sinni og tveimur yngstu börnum. Vísir/GETTY
Breski popparinn og Íslandsvinurinn Rod Stewart var í dag aðlaður við hátíðlega athöfn í Buckingham höll. Var hann aðlaður í viðurkenningarskyni fyrir framlag sitt til tónlistar og góðgerðarmála en það var Vilhjálmur Bretaprins sem sló Rod til riddara. Fréttaveitan BBC greindi frá þessu í dag.

Sir Rod eins og hann getur kallað sig eftir athöfnina í dag mætti til hallarinnar í fylgd konu sinnar Penny og tveggja yngstu barnanna, Alastair og Aiden.

Aðspurður hvað hefði farið milli hans og prinsins sagði hann að prinsinn hefði óskað honum til hamingju með langan feril sinn. Popparinn þakkaði prinsinum hlý orð og bætti við: „Ég vildi bara að mamma og pabbi hefðu verið hér til að sjá þetta.“  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×