Erlent

Síðasta faðmlagið bjargaði lífi dótturinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn björgunarmannanna segir einu ástæðu þess að stúlkan lifði af vera að 24 ára gamall faðir hennar notaði eigin líkama til að mynda pláss fyrir hana.
Einn björgunarmannanna segir einu ástæðu þess að stúlkan lifði af vera að 24 ára gamall faðir hennar notaði eigin líkama til að mynda pláss fyrir hana. Vísir/AFP
Minnst 22 eru látnir eftir að fjögur íbúðarhús hrundu í Kína í gær. Húsin voru öll sex hæðir og eru húsin sögð hafa verið í mjög slæmu ásigkomulagi. Þau voru byggð af þoprsbúum árið 1970 en að mestu bjuggu farandverkamenn í þeim þar sem leigan var mjög lág.

Sex manns hefur verið bjargað úr rústunum. Þar á meðal er þriggja ára gömul stúlka sem fannst djúpt í rústum húsanna. Hún fannst í faðmi föðurs síns en hann lét lífið við að skýla henni.

Stúlkunni var bjargað tólf tímum eftir að húsin hrundu.

Einn björgunarmannanna segir einu ástæðu þess að stúlkan lifði af vera að 24 ára gamall faðir hennar notaði eigin líkama til að mynda pláss fyrir hana. Lík móður stúlkunnar fannst skammt frá feðginunum.

Verið er að rífa nærliggjandi byggingar til að koma í veg fyrir að fleiri hús hrynji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×