Tiger hættur við endurkomuna í bili Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2016 10:00 Fáum við að sjá Tiger í rauðu á lokadegi á ný? vísir/getty Tiger Woods er hættur við að snúa aftur út á golfvöllinn þessa helgina eftir langvarandi meiðsli, en hann telur sig ekki tilbúinn til að spila keppnisgolf alveg strax. Tiger, sem spilaði síðast í ágúst á síðasta ári, er búinn að gangast undir tvær skurðaðgerðir vegna bakmeiðsla, en hann ætlaði að vera með á Safeway Open-mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Ekkert verður af því. Hann segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hann stefni nú að endurkomu á Hero World Challenge sem er mót sem hann heldur sjálfur á Bahama í desember. „Ég veit að ég er ekki tilbúinn í að keppa á PGA-mótaröðinni né í Tyrklandi,“ segir Tiger á heimasíðu sinni en hann ætlaði að vear með á Turkish Airlines-mótinu í nóvember. „Heilsan er góð og mér finnst ég sterkur en spilamennska mín er berskjölduð og alls ekki eins góður og hún þarf að vera. Ég er nálægt því að spila aftur og ég mun ekki gefast upp,“ segir Tiger Woods. Tiger á að baki fjórtán sigra á risamótum en þessi fyrrverandi besti kylfingur heims er nú í 786. sæti á heimslistanum. Hann var einn af varafyrirliðum bandaríska Ryder-liðsins sem pakkaði Evrópu saman í Minnesota á dögunum. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods er hættur við að snúa aftur út á golfvöllinn þessa helgina eftir langvarandi meiðsli, en hann telur sig ekki tilbúinn til að spila keppnisgolf alveg strax. Tiger, sem spilaði síðast í ágúst á síðasta ári, er búinn að gangast undir tvær skurðaðgerðir vegna bakmeiðsla, en hann ætlaði að vera með á Safeway Open-mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Ekkert verður af því. Hann segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hann stefni nú að endurkomu á Hero World Challenge sem er mót sem hann heldur sjálfur á Bahama í desember. „Ég veit að ég er ekki tilbúinn í að keppa á PGA-mótaröðinni né í Tyrklandi,“ segir Tiger á heimasíðu sinni en hann ætlaði að vear með á Turkish Airlines-mótinu í nóvember. „Heilsan er góð og mér finnst ég sterkur en spilamennska mín er berskjölduð og alls ekki eins góður og hún þarf að vera. Ég er nálægt því að spila aftur og ég mun ekki gefast upp,“ segir Tiger Woods. Tiger á að baki fjórtán sigra á risamótum en þessi fyrrverandi besti kylfingur heims er nú í 786. sæti á heimslistanum. Hann var einn af varafyrirliðum bandaríska Ryder-liðsins sem pakkaði Evrópu saman í Minnesota á dögunum.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira