Fótbolti

Rúnar og félagar töpuðu í miklum markaleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar í seinni leiknum gegn KR í Evrópudeildinni.
Rúnar í seinni leiknum gegn KR í Evrópudeildinni. vísir/epa
Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Grasshopper sem tapaði 4-3 fyrir Luzern í 2. umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í dag.

Rúnar Már var einnig í byrjunarliðinu og lék allan tímann þegar Grasshopper vann 2-0 sigur á Lausanne Sport í 1. umferðinni.

Grasshopper var 2-0 undir í hálfleik í leiknum í dag en Rúnar og félagar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir sex mínútna leik var staðan orðin jöfn, 2-2.

Varnarleikur Grasshopper hélt þó hvorki vatni né vindum í dag og Luzern skoraði tvö næstu mörk leiksins. Brasilíumaðurinn Caio minnkaði muninn í 4-3 þremur mínútum fyrir leikslok en nær komst Grasshopper.

Rúnar var tekinn af velli á 83. mínútu, fjórum mínútum eftir að Luzern gerði fjórða markið.

Það var nóg af mörkum í svissnesku deildinni í dag en alls var 21 mark skorað í þremur leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×