Lífið

Brekkusöngurinn verður í beinni á Vísi í kvöld

Atli ÍSleifsson skrifar
Brekkusöngur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjar verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 og á Bylgjunni í kvöld og hefst klukkan 23:15.

Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, mun leiða sönginn líkt og undanfarin ár og má búast við mikilli stemningu í Herjólfsdal á þessu lokakvöldi Þjóðhátíðar.

Dagskrá Þjóðhátíðar gerir ráð fyrir að kveikt verði á blysunum á miðnætti og tíu mínútum síðar stigi þeir Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar Fjallabróðir á stokk. Loks munu svo Albatross og Stuðlabandið troða upp.

Rifja má upp brekkusöng Þjóðhátíðar á síðasta ári í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×