Lífið

Sam Smith hættir á Twitter vegna gagnrýni á þakkarræðu hans á Óskarnum

Birgir Olgeirsson skrifar
Sam Smith með Óskarinn
Sam Smith með Óskarinn Vísir/Getty
Breski tónlistarmaðurinn Sam Smith er hættur á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að hafa verið gagnrýndur harkalega vegna þakkarræðu hans á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag. Þegar Smith tók við Óskarnum fyrir besta frumsamda lagið, James Bond-lagið The Writing´s On The Wall úr nýjustu myndinni Spectre, hélt hann því fram að hann væri fyrsti samkynhneigði maðurinn sem hefði hlotið Óskarinn.

Dustin Lance Black var þó fljótur að leiðrétta Smith. Black þessi er samkynhneigður og vann Óskarinn árið 2008 fyrir handrit myndarinnar Milk, en  hann er í hópi nokkurra samkynhneigðra sem hafa hlotið Óskarinn.

Þar á meðal Alan Ball, Elton John, Stephen Sondheim og Melissa Etheridge.

Auk þess að benda á þessa rangfærslu Smith þá hélt Black því fram að tónlistarmaðurinn væri að gera hosur sínar grænar fyrir unnasta Blacks, Tom Daley.

Sam Smith bað Black afsökunar á þessum ummælum sínum.  Black leiðrétti síðar þann misskilning að Smith væri að reyna við unnusta hans. Hann tók fram að Sam Smith og Tom Daley væru vinir og þeir spjölluðu saman, eins og vinir gera.

Ummæli Smiths í þakkarræðu hans urðu til vegna misskilnings við lestur á viðtali við leikarann Sir Ian McKellan en hann sagði að enginn samkynhneigður karlmaður hefði unnið Óskarinn fyrir leik í aðalhlutverki.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×