Enski boltinn

Kompany: Veiðitímabilið hafið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Veiðitímabilið er hafið í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City, en toppbaráttan í deildinni er að ná hámarki.

City-liðið heimsækir Liverpool í kvöld, en það er tíu stigum á eftir toppliði Leicester. City-menn eiga þó tvo leiki til góða.

„Það sem við höfum lært undanfarin ár er, að það eru þessum tíma sem maður þarf að setja allt á fullt. Þetta er það sem við köllum veiðitímabilið,“ segir Kompany.

„Við horfum ekki á það sem er búið að gerast heldur fram á veginn og hugsum um hvaða liðum við eigum eftir að mæta,“ segir Vincent Kompany.

Lærisveinar Manuel Pellegrini unnu deildabikarinn á sunnudaginn eftir úrslitaleik gegn Liverpool. Þeir eru enn í baráttunni í úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni þar sem liðið er í góðri stöðu eftir 3-1 sigur í Kænugarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×