Hannes Þór um búningana: Svara eins og pólitíkus Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2016 11:43 Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, steig varlega til jarðar þegar hann var í viðtali í Brennslunni á FM 957 í morgun um nýju landsliðsbúningana sem voru afhjúpaðir í gær. „Maður hefur beðið aðeins eftir þessu, ég neita því ekki. Maður heyrði af því að menn í hópnum voru með puttana í þessu og spennandi að sjá niðurstöðuna,“ sagði Hannes sem taldi að Emil Hallfreðsson og Kári Árnason hefðu tekið þátt í hönnunarferlinu.Sjá einnig: Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Hann segist vera þokkalega ánægður með útlit búninganna. „Já, er þetta ekki fínasti búningur? Annars veit ég ekki hvernig ég á að svara þessu. Þetta er svo heitt umræðuefni að maður verður að svara eins og pólitíkus,“ sagði markvörðurinn í léttum dúr. Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson var einn þeirra leikmanna sem klæddust búningnum á kynningu KSÍ í gær og hann var í rauðri treyju og rauðum stuttbuxum.Sjá einnig: Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot „Við vorum reyndar spurðir hvaða liti við vildum, við markverðirnir. Það var enginn sammála en ég setti hvítan í fyrsta sæti. Ég verð með hvíta hanska og væri flott að hafa það í stíl. Ég er mjög mikið fyrir hvíta markmannsbúninga - það dregur aðeins fram tanið.“Ekki í vafa um að ég verði klár í sumar Hannes fór úr axlarlið í haust, rétt áður en Ísland mætti Tyrklandi ytra í lokaleik sínum í undankeppni EM. Hann er nú á góðum batavegi og vonast til að geta spilað fljótlega. „Þetta er búið að ganga eins vel og hægt var að vonast eftir. Það var talað um að batinn tæki 4-6 mánuði eftir aðgerð. Nú eru liðnir fjórir og hálfur mánuður og ég er byrjaður að gera allt. Það er eins gott maður gat leyft sér að vonast eftir.“Sjá einnig: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér „Að öllu óbreytti verð ég í engum vafa um að ég verði klár í sumar. Það er líka ekkert langt í að ég verði leikfær. Ég er ekki orðinn 100 prósent en nógu góður til að æfa á fullu. Svo fyllir maður upp í síðustu prósentin smá saman.“ Viðtalið má heyra allt í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan könnun þar sem lesendur Vísis geta látið í ljós skoðun sína á búningnum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, steig varlega til jarðar þegar hann var í viðtali í Brennslunni á FM 957 í morgun um nýju landsliðsbúningana sem voru afhjúpaðir í gær. „Maður hefur beðið aðeins eftir þessu, ég neita því ekki. Maður heyrði af því að menn í hópnum voru með puttana í þessu og spennandi að sjá niðurstöðuna,“ sagði Hannes sem taldi að Emil Hallfreðsson og Kári Árnason hefðu tekið þátt í hönnunarferlinu.Sjá einnig: Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Hann segist vera þokkalega ánægður með útlit búninganna. „Já, er þetta ekki fínasti búningur? Annars veit ég ekki hvernig ég á að svara þessu. Þetta er svo heitt umræðuefni að maður verður að svara eins og pólitíkus,“ sagði markvörðurinn í léttum dúr. Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson var einn þeirra leikmanna sem klæddust búningnum á kynningu KSÍ í gær og hann var í rauðri treyju og rauðum stuttbuxum.Sjá einnig: Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot „Við vorum reyndar spurðir hvaða liti við vildum, við markverðirnir. Það var enginn sammála en ég setti hvítan í fyrsta sæti. Ég verð með hvíta hanska og væri flott að hafa það í stíl. Ég er mjög mikið fyrir hvíta markmannsbúninga - það dregur aðeins fram tanið.“Ekki í vafa um að ég verði klár í sumar Hannes fór úr axlarlið í haust, rétt áður en Ísland mætti Tyrklandi ytra í lokaleik sínum í undankeppni EM. Hann er nú á góðum batavegi og vonast til að geta spilað fljótlega. „Þetta er búið að ganga eins vel og hægt var að vonast eftir. Það var talað um að batinn tæki 4-6 mánuði eftir aðgerð. Nú eru liðnir fjórir og hálfur mánuður og ég er byrjaður að gera allt. Það er eins gott maður gat leyft sér að vonast eftir.“Sjá einnig: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér „Að öllu óbreytti verð ég í engum vafa um að ég verði klár í sumar. Það er líka ekkert langt í að ég verði leikfær. Ég er ekki orðinn 100 prósent en nógu góður til að æfa á fullu. Svo fyllir maður upp í síðustu prósentin smá saman.“ Viðtalið má heyra allt í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan könnun þar sem lesendur Vísis geta látið í ljós skoðun sína á búningnum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47
Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30
Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00
KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53