Erlent

Cruz vann í Alaska

Samúel Karl Ólason skrifar
Ted Cruz.
Ted Cruz. Vísir/EPA
Forsetaframbjóðandinn Ted Cruz bar sigur úr býtum í forsetaforvali Repúblikana í Alaska. Það var síðasta ríkið af ellefu þar sem niðurstöður lágu ekki fyrir á Ofurþriðjudeginum svokallaða. Cruz vann því í þremur ríkjum, en hann biðlar nú til þeirra John Kasich, Ben Carson og Marco Rubio að draga sig úr forvalinu og lýsa yfir stuðningi við sig gegn Donald Trump.

Trump vann í sjö ríkjum.

Niðurstöðurnar í ríkjunum ellefu.Vísir/GraphicNews
Kosið var í ellefu ríkjum á Ofurþriðjudeginum svokallaða og eiga jafnan línur það til að skýrast verulega í baráttunni um tilnefningar flokkanna eftir að búið er að telja upp úr kjörkössunum á þeim degi.

Donald Trump sigraði í Alabama, Georgíu, Massachusetts, Tennessee, Virginíu, Arkansas og Vermont.

Ted Cruz sigraði í Texas, Oklahoma og Alaska.

Marco Rubio sigraði í Minnesota.

Hillary Clinton sigraði í Alabama, Georgíu, Tennessee, Virginíu, Arkansas, Texas, Massachusetts og Samóaeyjum.

Bernie Sanders sigraði í Vermont, Oklahoma, Minnesota og Colorado.

Sjá einnig: Clinton og Trump herða tökin í baráttunni

Samkvæmt BBC er Trump nú kominn með 285 kjörmenn, en til að sigra þarf 1.237. Cruz er með 161 og Marco Rubio með 87.

Hillary Clinton er með 1.001 kjörmenn, en til að hljóta forval Demókrata þarf 2.383. Bernie Sanders er kominn með 371.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×