Byrgjum brunninn stjórnarmaðurinn skrifar 2. mars 2016 09:30 Spár gera nú ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 37% frá síðasta ári og fram á þetta. Það eru auðvitað gleðitíðindi fyrir land og þjóð og gangi spáin eftir koma ríflega 1,7 milljónir ferðamanna til landsins á árinu. Fjöldi ferðamanna mun þá hafa næstum sexfaldast frá aldamótum. Þetta er auðvitað mögnuð þróun, og nokkuð sem ber að fagna. Hér hefur sprottið upp fjöldinn allur af fyrirtækjum sem gera út á ferðamennsku; hvalaskoðun, fjallaskíði, hjólatúra, leiðsögn um íverustaði álfa og huldufólks og guð má vita hvað. Annar hver maður auglýsir svo íbúð sína til leigu á Airbnb. Ekki má heldur gleyma að hér starfa líka tvö flugfélög sem virðast bæði gera það gott. Nokkuð sem hefði þótt tíðindum sæta fyrir örfáum árum. Fjölgun ferðamanna má vafalaust þakka mörgum – bæði opinberum og einkaaðilum sem tekist hefur vel að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland. Fyrst og fremst er þetta þó landinu sjálfu að þakka. Ísland er öðruvísi staður með magnaða náttúru sem áhugavert er að sækja heim. Ekki eru þó öll teiknin góð. Flugstöðin í Leifsstöð virðist sprungin í enn eitt skiptið og tíðindi berast trekk í trekk af skipulagsslysum á helstu ferðamannastöðum landsins. Þegar slíkt fer á versta máta getur fólk hlotið verra af. Ekki er seinna vænna en að fara að líta heildstætt á ferðamannamál í landinu. Þar er mikilvægasta spurningin sú hvernig fjármagna eigi nauðsynlegar endurbætur á infrastrúktur. Einhver sagði að eðlilegast væri að notendur standi undir slíku. Sjálfsagt og eðlilegt er að aðgangsgjald sé greitt að ferðamannastöðum. Einnig þarf að finna leið til að láta þá sem ósjálfbjarga verða standa undir kostnaði við björgunaraðgerðir (oftast með því að seilast í ferðatryggingar viðkomandi). Hvort tveggja væri í takti við það sem annars staðar tíðkast. Hið opinbera þarf að hugsa fyrir því hvernig best er að vinna úr þessum málum. Áður en það verður um seinan.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Spár gera nú ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 37% frá síðasta ári og fram á þetta. Það eru auðvitað gleðitíðindi fyrir land og þjóð og gangi spáin eftir koma ríflega 1,7 milljónir ferðamanna til landsins á árinu. Fjöldi ferðamanna mun þá hafa næstum sexfaldast frá aldamótum. Þetta er auðvitað mögnuð þróun, og nokkuð sem ber að fagna. Hér hefur sprottið upp fjöldinn allur af fyrirtækjum sem gera út á ferðamennsku; hvalaskoðun, fjallaskíði, hjólatúra, leiðsögn um íverustaði álfa og huldufólks og guð má vita hvað. Annar hver maður auglýsir svo íbúð sína til leigu á Airbnb. Ekki má heldur gleyma að hér starfa líka tvö flugfélög sem virðast bæði gera það gott. Nokkuð sem hefði þótt tíðindum sæta fyrir örfáum árum. Fjölgun ferðamanna má vafalaust þakka mörgum – bæði opinberum og einkaaðilum sem tekist hefur vel að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland. Fyrst og fremst er þetta þó landinu sjálfu að þakka. Ísland er öðruvísi staður með magnaða náttúru sem áhugavert er að sækja heim. Ekki eru þó öll teiknin góð. Flugstöðin í Leifsstöð virðist sprungin í enn eitt skiptið og tíðindi berast trekk í trekk af skipulagsslysum á helstu ferðamannastöðum landsins. Þegar slíkt fer á versta máta getur fólk hlotið verra af. Ekki er seinna vænna en að fara að líta heildstætt á ferðamannamál í landinu. Þar er mikilvægasta spurningin sú hvernig fjármagna eigi nauðsynlegar endurbætur á infrastrúktur. Einhver sagði að eðlilegast væri að notendur standi undir slíku. Sjálfsagt og eðlilegt er að aðgangsgjald sé greitt að ferðamannastöðum. Einnig þarf að finna leið til að láta þá sem ósjálfbjarga verða standa undir kostnaði við björgunaraðgerðir (oftast með því að seilast í ferðatryggingar viðkomandi). Hvort tveggja væri í takti við það sem annars staðar tíðkast. Hið opinbera þarf að hugsa fyrir því hvernig best er að vinna úr þessum málum. Áður en það verður um seinan.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira