Ný reikningsskil skapa milljarða í arð ingvar haraldsson skrifar 2. mars 2016 14:00 VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér Íslensku tryggingafélögin þrjú í Kauphöll Íslands hyggjast greiða eigendum sínum 9,6 milljarða í arð og kaupa af þeim hlutafé fyrir allt að 3,8 milljarða samkvæmt tillögum stjórna sem lagðar verða fyrir á aðalfundum þeirra í mars. Samanlagður hagnaður þeirra var 5,6 milljarðar á síðasta ári. Alls munu tryggingafélögin hafa greitt eigendum sínum tæpa 30 milljarða frá árinu 2013 gangi endurkaupaáætlanir og áform um arðgreiðslur eftir. Þá skilaði Vörður, sem ekki er skráður í Kauphöllina, methagnaði, 658 milljónum króna. Ekki hefur verið tilkynnt um tillögu að arðgreiðslu en félagið greiddi 300 milljónir króna í arð á síðasta ári. Hæstan arð stefnir VÍS á að greiða eða 5 milljarða, en félagið hagnaðist um tvo milljarða á síðasta ári. Þá stefnir Sjóvá, sem hagnaðist um 657 milljónir króna í fyrra, á að greiða 3,1 milljarð í arð og fá heimild til að kaupa 157 milljónir eigin bréfa á næstu 18 mánuðum sem á núverandi markaðsvirði eru metin á tvo milljarða króna. Stefnt er að því að nýta hluta upphæðarinnar til að kaupa hluta af hlut ríkisins í Sjóvá. Ríkissjóður varð stærsti hluthafi Sjóvár, á 13,7 prósenta hlut, eftir afhendingu stöðugleikaframlags Glitnis til ríkisins í byrjun ársins.Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB bendir á að ökutækjatryggingar og fleiri tryggingar séu skildutryggingar sem neytendur verði að kaupa.TM, sem hagnaðist um 2,8 milljarða á síðasta ári, hyggst greiða 1,5 milljarða í arð og stefnir því til viðbótar á að kaupa eigin hlutabréf fyrir 1,8 milljarða króna á árinu.Ný reikningsskil mynda svigrúmSigurður Örn Karlsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, bendir á að arðgreiðslurnar í tilfelli Sjóvár og VÍS séu að hluta til tilkomnar vegna nýrra reikningsskilaaðferða sem félögin tóku upp í samræmi við Solvency II tilskipun Evrópusambandsins, sem innleiða á á Íslandi. Með hinni nýju aðferð lækkaði vátryggingaskuld Sjóvár í ársbyrjun 2014 um 2,7 milljarða og eigið fé hækkaði um 2,2 milljarða. Þá lækkaði vátryggingaskuld VÍS um 5 milljarða og eigið fé hækkaði um 3,7 milljarða vegna breytinganna. Þá gaf VÍS í síðustu viku út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 2,5 milljarða króna, en eigendur skuldabréfsins fá síðast greitt út af lánveitendum félagsins lendi félagið í fjárhagserfiðleikum. Því megi flokka skuldabréfið með eigin fé félagsins í gjaldþoli þess, og því auki það svigrúm VÍS til að greiða arð að sögn Sigurðar. Gjaldþol félagsins er eigið fé félagsins að frádregnum óefnislegum eignum.Arður renni fremur til neytendaRunólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að miðað við framsetningu tryggingafélaganna hafi tjón verið ofáætlað sem renna ætti til viðskiptavina tryggingafélaganna en ekki í arðgreiðslur. „Hluti af uppgjöri hinna ýmsu vátryggingargreina, til dæmis ökutryggingar sem að stærstum hluta eru skyldutryggingar, lögbundnar, er það að menn áætla tjón og setja í sjóði til að mæta áætluðum tjónakostnaði. Miðað við þessa framsetningu þá er búið að ofáætla, þannig að menn hafa borð fyrir báru,“ segir Runólfur. „Í orðræðu sem hefur verið á liðnum árum, þá hafa fulltrúar vátryggingafélaganna vísað til þess að þar sé sannarlega um skuld að ræða, þannig að það er sannarlega sú túlkun uppi að þetta sé eitthvað sem komi til með að greiðast til vátryggingartaka og tjónþola en ekki að þetta sé óinnleystur hagnaður eigenda,“ segir hann. „Síðan er hægt að greiða þessi ofáætluðu tjón sem arð til hluthafa, langt umfram hagnað fyrirtækisins. Í eðlilegu viðskiptaumhverfi myndi svona ekki ganga.“ Runólfur bendir á að til að mynda bifreiðatryggingar, brunatryggingar og fleiri tryggingar séu skyldutryggingar. „Þetta er eitthvað sem þú kemst ekkert undan að kaupa. Á okkar markaði ert þú bara með þessa fjóra aðila sem þú getur verslað við,“ segir Runólfur. „Það sem við sjáum líka, sem er sterk vísbending um fákeppni, er að öll félögin eru nánast að bjóða upp á sömu vöruna,“ segir hann.Afkoma tryggingafélaganna af fjárfestingum þykir góð á árinu.Breytingar með nýrri stjórn VÍSBreytingar hafa verið gerðar á rekstri VÍS eftir að hluthafafundur kaus nýja stjórn í nóvember. Kallað var til hluthafafundarins í kjölfar þess að tveir hópar keyptu yfir 5 prósenta hlut í VÍS. Annars vegar var um að ræða félagið Óskabein ehf. og hins vegar hjónin Guðmund Þórðarson og Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur, fyrrverandi eigendur Skeljungs. Guðmundur og Norðmaðurinn Jostein Sørvoll, fulltrúi Óskabeins, náðu báðir kjöri í stjórn VÍS. Andri Gunnarsson, hluthafi í Óskabeini og varamaður í stjórn VÍS, segir að þær áætlanir sem Óskabein hafi lagt upp með hafi í meginatriðum gengið eftir. „Við sáum að það væri umtalsvert svigrúm til arðgreiðslu, bæði með útgáfu á víkjandi bréfi sem TM var búið að gera, og svo hitt að það kom fram í stjórnendakynningum á síðasta ári að áhrifin af hinum nýja reikningsstaðli yrðu afturvirk til ársbyrjunar 2014.“ Þá sendi VÍS viðskiptavinum sínum bréf í lok nóvember þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu. Skömmu fyrir jól tilkynnti stjórn VÍS að hún hygðist þiggja 75 prósenta hækkun reglulegra launa sem samþykkt hafi verið á síðasta aðalfundi. Vegna mikillar umræðu í samfélaginu síðasta vor ákvað þáverandi stjórn VÍS að þiggja ekki launahækkunina. Stjórnarmönnum eru því nú greiddar 350 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarformanns eru 600 þúsund krónur á mánuði. Stjórnin sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem fram kom að viðbótargreiðslum fyrir fundi hafi verið hætt og að launakjör stjórnarmanna VÍS væru nú svipuð því sem gerðist í sambærilegum félögum á markaði.Sigurður Örn Karlsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, bendir á að tryggingafélögin vilji öll skila betri afkomu í tryggingarekstri.Verri afkoma af tryggingum Rekstur tryggingafélaga skiptist í meginatriðum í tvennt, afkomu af tryggingarekstrinum sjálfum og svo hins vegar af fjárfestingum. Tryggingareksturinn er yfirleitt mældur með svokölluðu samsettu hlutfalli sem reiknað er sem tjónakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum. Á síðasta ári fór hið samsetta hlutfall versnandi hjá öllum félögunum að VÍS undanskildu en var yfir 100 prósent hjá þeim öllum. Verst var útkoman hjá Verði þar sem samsetta hlutfallið hækkaði úr 98,3 prósentum árið 2014 í 105,9 prósent árið 2015. Öll tryggingafélögin hafa sett sér það markmið að koma samsetta hlutfallinu undir 100 prósent sem þýðir að fyrir hverjar 100 krónur sem fást í iðgjöld séu útgreiðslur vegna tjóna og kostnaðar undir 100 krónum. Meðal annars sem viðbragð við þessu hækkuðu VÍS, Sjóvá og Vörður öll iðgjöld á síðasta ári. Sigurður segir að TM hafi lagt áherslu á að hækka iðgjöld hjá tjónaþungum viðskiptum. Þá séu öll félögin að vinna í því að draga úr afsláttum til viðskiptavina. „Við höfum talað um það í eitt og hálft ár að tryggingafélögin þyrftu að gera eitthvað í þessari verðlagningu. Afkoma ökutækjatrygginga og annarra trygginga væri ekki viðunandi,“ segir hann. Hins vegar hafi reynst erfitt fyrir tryggingafélögin að hækka verðskrár árið 2014 og í byrjun árs 2015 vegna samkeppninnar á tryggingamarkaði að sögn Sigurðar. „Aðalatriðið er að verðleggja áhættuna rétt. Ef tjónakostnaður er þannig að hann er alltaf hærri en iðgjöld þurfa þeir að öllum líkindum að hækka verð til þess að halda því réttum megin,“ segir hann. Afkoma í hinum armi tryggingafélaganna, tekjum af fjárfestingum ,var hins vegar góð á síðasta ári. „Fjárfestingastarfsemin var að skila mjög góðu ári, umfram væntingar,“ segir Sigurður. Sigurður segir ávöxtun tryggingafélaganna hafa verið í takti við ávöxtun á hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum. Miklar hækkanir urðu á hlutabréfamarkaði á síðasta ári en Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 49 prósent að teknu tilliti til arðgreiðslna. Sigurður segir samsett hlutföll samanburðartryggingafélaga erlendis hafi verið lægra en hér á landi. „Í samanburðarfélögum er það rétt yfir 93-94 prósent. Þannig að afkoman af tryggingunum er betri þar.“Uppfært: Lagt er til að samanlagt verði 9,6 milljarðar en ekki 8,5 milljarðar líkt og stóð í fyrri útgáfu fréttarinna greiddir í arð hjá TM, Sjóvá og VÍS. Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Íslensku tryggingafélögin þrjú í Kauphöll Íslands hyggjast greiða eigendum sínum 9,6 milljarða í arð og kaupa af þeim hlutafé fyrir allt að 3,8 milljarða samkvæmt tillögum stjórna sem lagðar verða fyrir á aðalfundum þeirra í mars. Samanlagður hagnaður þeirra var 5,6 milljarðar á síðasta ári. Alls munu tryggingafélögin hafa greitt eigendum sínum tæpa 30 milljarða frá árinu 2013 gangi endurkaupaáætlanir og áform um arðgreiðslur eftir. Þá skilaði Vörður, sem ekki er skráður í Kauphöllina, methagnaði, 658 milljónum króna. Ekki hefur verið tilkynnt um tillögu að arðgreiðslu en félagið greiddi 300 milljónir króna í arð á síðasta ári. Hæstan arð stefnir VÍS á að greiða eða 5 milljarða, en félagið hagnaðist um tvo milljarða á síðasta ári. Þá stefnir Sjóvá, sem hagnaðist um 657 milljónir króna í fyrra, á að greiða 3,1 milljarð í arð og fá heimild til að kaupa 157 milljónir eigin bréfa á næstu 18 mánuðum sem á núverandi markaðsvirði eru metin á tvo milljarða króna. Stefnt er að því að nýta hluta upphæðarinnar til að kaupa hluta af hlut ríkisins í Sjóvá. Ríkissjóður varð stærsti hluthafi Sjóvár, á 13,7 prósenta hlut, eftir afhendingu stöðugleikaframlags Glitnis til ríkisins í byrjun ársins.Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB bendir á að ökutækjatryggingar og fleiri tryggingar séu skildutryggingar sem neytendur verði að kaupa.TM, sem hagnaðist um 2,8 milljarða á síðasta ári, hyggst greiða 1,5 milljarða í arð og stefnir því til viðbótar á að kaupa eigin hlutabréf fyrir 1,8 milljarða króna á árinu.Ný reikningsskil mynda svigrúmSigurður Örn Karlsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, bendir á að arðgreiðslurnar í tilfelli Sjóvár og VÍS séu að hluta til tilkomnar vegna nýrra reikningsskilaaðferða sem félögin tóku upp í samræmi við Solvency II tilskipun Evrópusambandsins, sem innleiða á á Íslandi. Með hinni nýju aðferð lækkaði vátryggingaskuld Sjóvár í ársbyrjun 2014 um 2,7 milljarða og eigið fé hækkaði um 2,2 milljarða. Þá lækkaði vátryggingaskuld VÍS um 5 milljarða og eigið fé hækkaði um 3,7 milljarða vegna breytinganna. Þá gaf VÍS í síðustu viku út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 2,5 milljarða króna, en eigendur skuldabréfsins fá síðast greitt út af lánveitendum félagsins lendi félagið í fjárhagserfiðleikum. Því megi flokka skuldabréfið með eigin fé félagsins í gjaldþoli þess, og því auki það svigrúm VÍS til að greiða arð að sögn Sigurðar. Gjaldþol félagsins er eigið fé félagsins að frádregnum óefnislegum eignum.Arður renni fremur til neytendaRunólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að miðað við framsetningu tryggingafélaganna hafi tjón verið ofáætlað sem renna ætti til viðskiptavina tryggingafélaganna en ekki í arðgreiðslur. „Hluti af uppgjöri hinna ýmsu vátryggingargreina, til dæmis ökutryggingar sem að stærstum hluta eru skyldutryggingar, lögbundnar, er það að menn áætla tjón og setja í sjóði til að mæta áætluðum tjónakostnaði. Miðað við þessa framsetningu þá er búið að ofáætla, þannig að menn hafa borð fyrir báru,“ segir Runólfur. „Í orðræðu sem hefur verið á liðnum árum, þá hafa fulltrúar vátryggingafélaganna vísað til þess að þar sé sannarlega um skuld að ræða, þannig að það er sannarlega sú túlkun uppi að þetta sé eitthvað sem komi til með að greiðast til vátryggingartaka og tjónþola en ekki að þetta sé óinnleystur hagnaður eigenda,“ segir hann. „Síðan er hægt að greiða þessi ofáætluðu tjón sem arð til hluthafa, langt umfram hagnað fyrirtækisins. Í eðlilegu viðskiptaumhverfi myndi svona ekki ganga.“ Runólfur bendir á að til að mynda bifreiðatryggingar, brunatryggingar og fleiri tryggingar séu skyldutryggingar. „Þetta er eitthvað sem þú kemst ekkert undan að kaupa. Á okkar markaði ert þú bara með þessa fjóra aðila sem þú getur verslað við,“ segir Runólfur. „Það sem við sjáum líka, sem er sterk vísbending um fákeppni, er að öll félögin eru nánast að bjóða upp á sömu vöruna,“ segir hann.Afkoma tryggingafélaganna af fjárfestingum þykir góð á árinu.Breytingar með nýrri stjórn VÍSBreytingar hafa verið gerðar á rekstri VÍS eftir að hluthafafundur kaus nýja stjórn í nóvember. Kallað var til hluthafafundarins í kjölfar þess að tveir hópar keyptu yfir 5 prósenta hlut í VÍS. Annars vegar var um að ræða félagið Óskabein ehf. og hins vegar hjónin Guðmund Þórðarson og Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur, fyrrverandi eigendur Skeljungs. Guðmundur og Norðmaðurinn Jostein Sørvoll, fulltrúi Óskabeins, náðu báðir kjöri í stjórn VÍS. Andri Gunnarsson, hluthafi í Óskabeini og varamaður í stjórn VÍS, segir að þær áætlanir sem Óskabein hafi lagt upp með hafi í meginatriðum gengið eftir. „Við sáum að það væri umtalsvert svigrúm til arðgreiðslu, bæði með útgáfu á víkjandi bréfi sem TM var búið að gera, og svo hitt að það kom fram í stjórnendakynningum á síðasta ári að áhrifin af hinum nýja reikningsstaðli yrðu afturvirk til ársbyrjunar 2014.“ Þá sendi VÍS viðskiptavinum sínum bréf í lok nóvember þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu. Skömmu fyrir jól tilkynnti stjórn VÍS að hún hygðist þiggja 75 prósenta hækkun reglulegra launa sem samþykkt hafi verið á síðasta aðalfundi. Vegna mikillar umræðu í samfélaginu síðasta vor ákvað þáverandi stjórn VÍS að þiggja ekki launahækkunina. Stjórnarmönnum eru því nú greiddar 350 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarformanns eru 600 þúsund krónur á mánuði. Stjórnin sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem fram kom að viðbótargreiðslum fyrir fundi hafi verið hætt og að launakjör stjórnarmanna VÍS væru nú svipuð því sem gerðist í sambærilegum félögum á markaði.Sigurður Örn Karlsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, bendir á að tryggingafélögin vilji öll skila betri afkomu í tryggingarekstri.Verri afkoma af tryggingum Rekstur tryggingafélaga skiptist í meginatriðum í tvennt, afkomu af tryggingarekstrinum sjálfum og svo hins vegar af fjárfestingum. Tryggingareksturinn er yfirleitt mældur með svokölluðu samsettu hlutfalli sem reiknað er sem tjónakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum. Á síðasta ári fór hið samsetta hlutfall versnandi hjá öllum félögunum að VÍS undanskildu en var yfir 100 prósent hjá þeim öllum. Verst var útkoman hjá Verði þar sem samsetta hlutfallið hækkaði úr 98,3 prósentum árið 2014 í 105,9 prósent árið 2015. Öll tryggingafélögin hafa sett sér það markmið að koma samsetta hlutfallinu undir 100 prósent sem þýðir að fyrir hverjar 100 krónur sem fást í iðgjöld séu útgreiðslur vegna tjóna og kostnaðar undir 100 krónum. Meðal annars sem viðbragð við þessu hækkuðu VÍS, Sjóvá og Vörður öll iðgjöld á síðasta ári. Sigurður segir að TM hafi lagt áherslu á að hækka iðgjöld hjá tjónaþungum viðskiptum. Þá séu öll félögin að vinna í því að draga úr afsláttum til viðskiptavina. „Við höfum talað um það í eitt og hálft ár að tryggingafélögin þyrftu að gera eitthvað í þessari verðlagningu. Afkoma ökutækjatrygginga og annarra trygginga væri ekki viðunandi,“ segir hann. Hins vegar hafi reynst erfitt fyrir tryggingafélögin að hækka verðskrár árið 2014 og í byrjun árs 2015 vegna samkeppninnar á tryggingamarkaði að sögn Sigurðar. „Aðalatriðið er að verðleggja áhættuna rétt. Ef tjónakostnaður er þannig að hann er alltaf hærri en iðgjöld þurfa þeir að öllum líkindum að hækka verð til þess að halda því réttum megin,“ segir hann. Afkoma í hinum armi tryggingafélaganna, tekjum af fjárfestingum ,var hins vegar góð á síðasta ári. „Fjárfestingastarfsemin var að skila mjög góðu ári, umfram væntingar,“ segir Sigurður. Sigurður segir ávöxtun tryggingafélaganna hafa verið í takti við ávöxtun á hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum. Miklar hækkanir urðu á hlutabréfamarkaði á síðasta ári en Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 49 prósent að teknu tilliti til arðgreiðslna. Sigurður segir samsett hlutföll samanburðartryggingafélaga erlendis hafi verið lægra en hér á landi. „Í samanburðarfélögum er það rétt yfir 93-94 prósent. Þannig að afkoman af tryggingunum er betri þar.“Uppfært: Lagt er til að samanlagt verði 9,6 milljarðar en ekki 8,5 milljarðar líkt og stóð í fyrri útgáfu fréttarinna greiddir í arð hjá TM, Sjóvá og VÍS.
Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira