Hitastig heldur því stöðugt áfram að hækka og segja vísindamenn að ástandið sé hættulegt þar sem ekki hafa sést tveir metmánuðir í hitastigi í röð áður. Vilja margir meina að neyðarástand sé að skapast því þrátt fyrir að loftslagsbreytingar séu mældar yfir lengra tímabil, jafnan yfir ár og áratugi, óttast vísindamenn að hækkanir hitastigs nú í febrúar og mars gefi ófögur fyrirheit um framhaldið.
„Þessi nýja tölfræði minnir okkur hversu nálægt við erum hættumörkum. Þá sýnir þetta þá brýnu nauðsyn að draga úr losun gróðurhúslofttegunda um allan heim,“ er haft eftir Michael Mann, prófessor í loftslagsbreytingum, við Penn State University í Bandaríkjunum í frétt Guardian um málið.
Á loftslagsráðstefnunni í París sem haldin var í desember síðastliðnum var það samþykkt að hvert ríki skyldi setja sér sína eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar gróðurhúsalofttegundar svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C.
JMA: Global temp records smashed (again) in March, 1.07°C above 20th C avg https://t.co/erhOM82T0X #climateaction pic.twitter.com/uR0GpMTd6Q
— WMO | OMM (@WMOnews) April 14, 2016