Fjárframlög vegna skemmda af hálfu náttúrunnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. apríl 2016 14:22 Frá vettvangi Skaftárhlaups síðasta haust. vísir/vilhelm Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita fjórum sveitarfélögum og þremur stofnunum aukin fjárframlög til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna ágangs náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Sveitarfélögin fjögur eru Fjarðarbyggð, Breiðdalshreppur, Borgarfjörður eystri og Djúpavogshreppur. Hæstu upphæðina fær Fjarðarbyggð eða rúmlega 46 milljónir króna. Breiðdalshreppur fær tæpar fjórtán milljónir en síðari tvö sveitarfélögin fá um eina og hálfa milljón hvort. Sveitarfélögin urðu öll fyrir barðinu á óveðri undir lok síðasta árs og eru framlögin til komin vegna þess. „Ljóst er að fjárhagslegt tjón sveitarfélaga var þó nokkurt og erfitt fyrir þau að takast á við það án stuðnings. Hafnarmannvirki, grjótvarnir, veitukerfi, vegir og fleira sem tryggingar ná ekki yfir urðu fyrir skemmdum í sveitarfélögum á Austurlandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Vegagerðin fékk 181,2 milljónir til að bæta skemmdir sem urðu vegna óveðursins en einnig til að mæta kostnaði sem stofnaðist vegna Skaftárhlaups. Landgræðsla ríkisins fékk fjörutíu milljónir til að hefta sandfok og svifryksmengun vegna hlaupsins. Minjastofnun og Húsafriðunarsjóður fengu svo allt að 35 milljón krónur til að bæta tjón á fornminjum sem sköðuðust í óveðrinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að tjónamat á vátryggðum, tilkynntum og metnum tjónum til Viðlagatryggingar Íslands nema um 70 m.kr. vegna tjónamála hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Örfá tjónamál eru enn í vinnslu, en fjárhæðir þeirra munu að líkindum hafa óveruleg áhrif á heildarkostnað. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita fjórum sveitarfélögum og þremur stofnunum aukin fjárframlög til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna ágangs náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Sveitarfélögin fjögur eru Fjarðarbyggð, Breiðdalshreppur, Borgarfjörður eystri og Djúpavogshreppur. Hæstu upphæðina fær Fjarðarbyggð eða rúmlega 46 milljónir króna. Breiðdalshreppur fær tæpar fjórtán milljónir en síðari tvö sveitarfélögin fá um eina og hálfa milljón hvort. Sveitarfélögin urðu öll fyrir barðinu á óveðri undir lok síðasta árs og eru framlögin til komin vegna þess. „Ljóst er að fjárhagslegt tjón sveitarfélaga var þó nokkurt og erfitt fyrir þau að takast á við það án stuðnings. Hafnarmannvirki, grjótvarnir, veitukerfi, vegir og fleira sem tryggingar ná ekki yfir urðu fyrir skemmdum í sveitarfélögum á Austurlandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Vegagerðin fékk 181,2 milljónir til að bæta skemmdir sem urðu vegna óveðursins en einnig til að mæta kostnaði sem stofnaðist vegna Skaftárhlaups. Landgræðsla ríkisins fékk fjörutíu milljónir til að hefta sandfok og svifryksmengun vegna hlaupsins. Minjastofnun og Húsafriðunarsjóður fengu svo allt að 35 milljón krónur til að bæta tjón á fornminjum sem sköðuðust í óveðrinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að tjónamat á vátryggðum, tilkynntum og metnum tjónum til Viðlagatryggingar Íslands nema um 70 m.kr. vegna tjónamála hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Örfá tjónamál eru enn í vinnslu, en fjárhæðir þeirra munu að líkindum hafa óveruleg áhrif á heildarkostnað.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24
Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00