Lífið

Ís­lendingar á virtustu tón­listar­mynd­banda­há­tíð heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt myndband.
Skemmtilegt myndband. vísir
Bandaríski tónlistarmaðurinn Zebra Katz hefur fengið tilnefningu fyrir nýja

tónlistarmyndbandið sitt við lagið Blk Diamond á Berlin music video awards og Nordic

music video awards.

Myndbandið var framleitt af íslenska framleiðslufyrirtækinu 23 Frames sem hefur verið

að vinna mikið með stórum erlendum fyrirtækjum svo sem BMW, Sony, Columbia

Studios, CNN, NBC og fleiri, og hefur verið að fá á sig mjög gott orð erlendis, en hefur

nýlega einnig verið að færa sig yfir á íslenskan markað.

Það er mikill heiður að fá tilnefningu á þessum hátíðum, enda er hátíðin í Berlin sú

virtasta í heiminum og meðal tilnefndra má meðal annars nefna Björk, Beyoncé,

Rihanna, Kendrick Lamar og Major Lazer.

„Við erum mjög ánægð með tilnefningarnar, enda mikill heiður að vera nefnd í sömu

andrá og þeir listamenn sem hafa hlotið tilnefningu,” segir Elvar Gunnarsson leikstjóri

aðspurður.

Hátíðíðin í Berlín er haldin 18. - 21. maí, en Nordic music awards er haldin í Osló 21.

maí.

Hér að neðan má sjá myndbandið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×