Yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, Jón S. Ólason, segir að ekki megi lesa of mikið í það að lögregla hafi kallað til sérsveit Ríkislögreglustjóra og farið inn í íbúð hjóna á Akranesi, hvar þau fundust látin. Lögregla telur eiginmanninn, sem var á sjötugsaldri, hafa banað konu sinni og svipt sig lífi í kjölfarið með skotvopni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að nágrannar hefðu ekki vaknað við hljóðin.
Að Jóni vitandi hafi lögregla aldrei áður þurft að hafa afskipti af ófriði á heimilinu.
„Þetta er ekki óalgengt. Ég er búinn að vera í þessu í nokkuð mörg ár og við förum oft og athugum með fólk. Það er hringt af vinnustað eða frá ættingjum því það næst ekki í einhvern og allt er slökkt. Þá förum við og athugum málið,“ segir Jón.
Lögregluþjónar á Akranesi höfðu bankað upp á hjá hjónunum áður en kallað var til sérsveitar. Jón segir að þögnin innan frá hafi verið þrúgandi. „Maður var búinn undir allt.“
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Alvanalegt að lögregla gái að fólki

Tengdar fréttir

Varð ekki vör við skothvelli
Konan sem myrt var á Akranesi aðfaranótt miðvikudags hafði starfað í Grundaskóla í um tíu ár.