„Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf“ Birta Björnsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 20:23 Go Red er alþjóðlegt átak sem Íslendingar hafa tekið þátt í frá 2009. Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og hjartadeild Landspítalans taka þátt í átakinu sem ætlað er að vekja athygli á þeirra staðreynd að hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök kvenna, þó tíðnin fari reyndar lækkandi. „Við viljum með þessu minna á að forvarnir eru gríðarlega mikilvægar,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir. „Í öðru lagi viljum við minna á að konur geta í mörgum tilfellum upplifað einkenni hjarta- og æðasjúkdóma öðruvísi en karlar. Þær taka einkennunum kannski ekki nógu alvarlega og eru stundum ekki teknar nógu alvarlega. Í þriðja lagi er það svo þannig að rannsóknir á hjartasjúkdómum kvenna eru talsvert eftirsettar ef borið er saman við karla. Karlar eru oftar rannsóknarefni í þessum efnum.“ Ein þeirra sem þekkir mikilvægi eftirlits er Gerður Gylfadóttir, en hún lagðist inn á hjartadeild árið 2014, aðeins 49 ára gömul. Hún hafði verið með lungnabólgu sem illa hafði gengið að losa sig við. „Ég var send í lungnamyndatöku og þar kom í ljós að hjartað var nokkrum númerum of stórt. Þá átti ég að fara í ómskoðun en ég taldi nú ekki liggja mikið á því og fór í frí. Undir lokin var ég orðin svo máttfarin að ég komst ekki sjálf á klósettið," segir Gerður. Hún hafði kennt sér meins í dágóðan tíma en grunaði ekki að hjartaveilu væri um að kenna. Gerður þurfti að fara í hjartaaðgerð og fékk ígræddan bjargráð. Hún hvetur allar konur til að fara í tékk telji þær ástæðu til. „Því ég hafði sjálf verið með alls konar einkenni, til dæmis þreytu. Kólesterólið var í fínu lagi og blóðþrýstinginn líka. Mér var sagt að ef ég sæi sjálf ástæðu til að láta tékka á mér skyldi ég gera það. Það gerði ég hinsvegar ekki," segir Gerður Og hún segir sér það bæði ljúft og skylt að taka þátt í Go Red. „Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf," segir Gerður. Á morgun eru landsmenn hvattir til að klæðast rauðu og lýsa þannig yfir stuðningi í verki. „Þó það sé ekki nema að klæðast rauðum sokkum. Það er alltaf gott að minna á hjartað,“ segir Þórdís að lokum. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Go Red er alþjóðlegt átak sem Íslendingar hafa tekið þátt í frá 2009. Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og hjartadeild Landspítalans taka þátt í átakinu sem ætlað er að vekja athygli á þeirra staðreynd að hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök kvenna, þó tíðnin fari reyndar lækkandi. „Við viljum með þessu minna á að forvarnir eru gríðarlega mikilvægar,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir. „Í öðru lagi viljum við minna á að konur geta í mörgum tilfellum upplifað einkenni hjarta- og æðasjúkdóma öðruvísi en karlar. Þær taka einkennunum kannski ekki nógu alvarlega og eru stundum ekki teknar nógu alvarlega. Í þriðja lagi er það svo þannig að rannsóknir á hjartasjúkdómum kvenna eru talsvert eftirsettar ef borið er saman við karla. Karlar eru oftar rannsóknarefni í þessum efnum.“ Ein þeirra sem þekkir mikilvægi eftirlits er Gerður Gylfadóttir, en hún lagðist inn á hjartadeild árið 2014, aðeins 49 ára gömul. Hún hafði verið með lungnabólgu sem illa hafði gengið að losa sig við. „Ég var send í lungnamyndatöku og þar kom í ljós að hjartað var nokkrum númerum of stórt. Þá átti ég að fara í ómskoðun en ég taldi nú ekki liggja mikið á því og fór í frí. Undir lokin var ég orðin svo máttfarin að ég komst ekki sjálf á klósettið," segir Gerður. Hún hafði kennt sér meins í dágóðan tíma en grunaði ekki að hjartaveilu væri um að kenna. Gerður þurfti að fara í hjartaaðgerð og fékk ígræddan bjargráð. Hún hvetur allar konur til að fara í tékk telji þær ástæðu til. „Því ég hafði sjálf verið með alls konar einkenni, til dæmis þreytu. Kólesterólið var í fínu lagi og blóðþrýstinginn líka. Mér var sagt að ef ég sæi sjálf ástæðu til að láta tékka á mér skyldi ég gera það. Það gerði ég hinsvegar ekki," segir Gerður Og hún segir sér það bæði ljúft og skylt að taka þátt í Go Red. „Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf," segir Gerður. Á morgun eru landsmenn hvattir til að klæðast rauðu og lýsa þannig yfir stuðningi í verki. „Þó það sé ekki nema að klæðast rauðum sokkum. Það er alltaf gott að minna á hjartað,“ segir Þórdís að lokum.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira