Innlent

Segir ríkið bera kostnaðinn af hafnargarðsflutningum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928.
Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928. visir/gva
Landsstólpar þróunarfélag segir að bætur fyrir allt tjón sem félagið verði fyrir vegna ákvörðunar um að friða hafnargarðinn á Austurhöfninni frá 1928 verði sótt til Minjastofnunar Íslands.

Í yfirlýsingu sem Landstólpar sendu frá sér í kvöld minnir félagið á garðurinn frá 1928 teljist ekki til fornminja og njóti hann eingöngu friðunar vegna ákvörðunar setts forsætisráðherra.

Sjá einnig: Landstólpar bera kostnaðinn af hafnargarðsflutningunum samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun

Árétta Landsstólpar það að allt tjón sem fyrirtækið verði fyrir vegna friðlýsingar garðsins á borð við seinkum framkvæmda, endurhönnunnar og takmarkaðri nýtingarmöguleika leiði beint af ákvörðun ráðherra um að friðlýsa garðinn og muni kröfum vegna þessa tjóns verða beint að Minjastofnun.

Yfirlýsingin frá félaginu kemur í kjölfar svars Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar.

Sjá einnig: Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp

Þar kom fram að ríkið geri ráð fyrir því að samkvæmt samkomulagi Landstólpa og Minjastofnunar muni fyrirtækið bera kostnaðinn við að taka niður hafnargarðinn frá 1928 á Austurhöfninni og setja hann upp aftur eftir að framkvæmdir við húsgrunn sem fyrirtækið er að láta byggja er búnar.

Forsvarsmenn Landsstólpa segja að það samkomulag á milli Landsstólpa og Minjastofnun sem ráðherra vitni í sé sameiginleg yfirlýsing þessara aðila sem lúti eingöngu að fyrirkomulagi framkvæmda á lóðinni á Austurhöfninni. Hvergi sé tilgreint í þeirri yfirlýsingu að Landsstólpi skuli bera allan kostnað vegna friðlýsingu hafnargarðsins.

Sjá einnig: Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt?

Áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík nemur um 500 milljónum króna og segir í yfirlýsingunni frá Landsstólpa að náist ekki samkomulag við Minjastofnun um bætur veri að ákveða bætur eftir reglum laga um framkvæmd eignarnáms.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×