Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 10:37 Kári Stefánsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma þar sem Sigmundur var spurður út í það Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna, hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregaðst við ákali þjóðarinnar um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins. Þetta kemur fram í aðsendri grein Kára í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gerir að umtalsefni undirskriftasöfnun sína fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins og viðbrögð Sigmundar við henni, en tæplega 78 þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina.Undirskriftasöfnunin sýni að þjóðin sé ósammála því að forgangsraðað hafi verið í þágu heilbrigðismála „Svör forsætisráðherra voru þau að ríkisstjórnin hafi haldið áfram að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og stórbæta við framlög til málaflokksins. Þetta svar er með ólíkindum og bendir til þess að hann hlusti ekki á fólkið í landinu eða hafi skoðanir þess að engu og að hann hafi ekkert lært af óförum Steingríms sem gerði hið sama,“ segir Kári í grein sinni en það sem hann kallar „ófarir Steingríms“ eru Icesave-samningarnir tveir sem þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslum. Kári segir undirskriftasöfnunina sýna að þjóðin sé ósammála því mati forsætisráðherra að ríkisstjórnin hafi forgangsraðað í þágu heilbrigðiskerfisins en það þurfi einmitt að gera. „Krónuaukningin sem forsætisráðherra er að vísa til gerir ekki mikið meira en að hrökkva fyrir verðbótum og launahækkunum sem hafa engin áhrif á þjónustustigið. Síðan sagði forsætisráðherra : „…höldum áfram að bæta eins mikið í heilbrigðismálin og við höfum verið að gera á öllum sviðum og ánægjulegt að skynja stuðning almennings við það.“ Ekki veit ég yfir hvaða hugtak forsætisráðherra notar heitið almenningur, vegna þess að fólkinu í landinu finnst þeir ekki hafa bætt miklu við í heilbrigðismálin og því finnst það eigi ekki að bæta við heilbrigðismálin eins og á öllum öðrum sviðum. Það vill láta bæta miklu meira við heilbrigðismálin en aðra málaflokka. Það vill láta forgangsraða í þágu þeirra og það þýðir að eitthvað af hinum fær minna.“„Hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann“ Kári telur Sigmund Davíð hunsa skoðun þjóðarinnar sem sé sú að heilbrigðiskerfið hangi á bláþræði og geti ekki sinnt hlutverki sínu. „Afstaða Sigmundar til heilbrigðismála minnir um margt á afstöðu Steingríms Joð til Icesave sem er að hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann og hann ætlar að reyna að þröngva sinni skoðun upp á fólkið sem vill ekkert hafa með hana að gera. Afleiðingin verður sú að honum verður hent út á eyrunum við næstu kosningar eins og Steingrími Joð var við þær síðustu. Eini möguleiki Sigmundar er að stíga nú fram og segja að allt sem hann hafi sagt um heilbrigðismál upp á síðkastið beri að líta á sem nokkurs konar öfugmælavísu þar sem hann hafi mælt sér um hug. Enda sé hann meðal annars þingmaður Þingeyinga sem séu hagyrðingar upp til hópa og þyki flinkastir manna við að smíða öfugmælavísur.“ Tengdar fréttir Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06 Kári Stef við Bjarna: „Þú ert ekki einu sinni sammála sjálfum þér“ Kári Stefánsson segir að fjármálaráðherra hafi persónulega séð til þess að viðbótarfjármagn til þess að tryggja rekstur Landspítalans hafi verið skorið niður. 12. febrúar 2016 07:00 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fleiri fréttir Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Sjá meira
Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma þar sem Sigmundur var spurður út í það Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna, hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregaðst við ákali þjóðarinnar um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins. Þetta kemur fram í aðsendri grein Kára í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gerir að umtalsefni undirskriftasöfnun sína fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins og viðbrögð Sigmundar við henni, en tæplega 78 þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina.Undirskriftasöfnunin sýni að þjóðin sé ósammála því að forgangsraðað hafi verið í þágu heilbrigðismála „Svör forsætisráðherra voru þau að ríkisstjórnin hafi haldið áfram að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og stórbæta við framlög til málaflokksins. Þetta svar er með ólíkindum og bendir til þess að hann hlusti ekki á fólkið í landinu eða hafi skoðanir þess að engu og að hann hafi ekkert lært af óförum Steingríms sem gerði hið sama,“ segir Kári í grein sinni en það sem hann kallar „ófarir Steingríms“ eru Icesave-samningarnir tveir sem þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslum. Kári segir undirskriftasöfnunina sýna að þjóðin sé ósammála því mati forsætisráðherra að ríkisstjórnin hafi forgangsraðað í þágu heilbrigðiskerfisins en það þurfi einmitt að gera. „Krónuaukningin sem forsætisráðherra er að vísa til gerir ekki mikið meira en að hrökkva fyrir verðbótum og launahækkunum sem hafa engin áhrif á þjónustustigið. Síðan sagði forsætisráðherra : „…höldum áfram að bæta eins mikið í heilbrigðismálin og við höfum verið að gera á öllum sviðum og ánægjulegt að skynja stuðning almennings við það.“ Ekki veit ég yfir hvaða hugtak forsætisráðherra notar heitið almenningur, vegna þess að fólkinu í landinu finnst þeir ekki hafa bætt miklu við í heilbrigðismálin og því finnst það eigi ekki að bæta við heilbrigðismálin eins og á öllum öðrum sviðum. Það vill láta bæta miklu meira við heilbrigðismálin en aðra málaflokka. Það vill láta forgangsraða í þágu þeirra og það þýðir að eitthvað af hinum fær minna.“„Hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann“ Kári telur Sigmund Davíð hunsa skoðun þjóðarinnar sem sé sú að heilbrigðiskerfið hangi á bláþræði og geti ekki sinnt hlutverki sínu. „Afstaða Sigmundar til heilbrigðismála minnir um margt á afstöðu Steingríms Joð til Icesave sem er að hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann og hann ætlar að reyna að þröngva sinni skoðun upp á fólkið sem vill ekkert hafa með hana að gera. Afleiðingin verður sú að honum verður hent út á eyrunum við næstu kosningar eins og Steingrími Joð var við þær síðustu. Eini möguleiki Sigmundar er að stíga nú fram og segja að allt sem hann hafi sagt um heilbrigðismál upp á síðkastið beri að líta á sem nokkurs konar öfugmælavísu þar sem hann hafi mælt sér um hug. Enda sé hann meðal annars þingmaður Þingeyinga sem séu hagyrðingar upp til hópa og þyki flinkastir manna við að smíða öfugmælavísur.“
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06 Kári Stef við Bjarna: „Þú ert ekki einu sinni sammála sjálfum þér“ Kári Stefánsson segir að fjármálaráðherra hafi persónulega séð til þess að viðbótarfjármagn til þess að tryggja rekstur Landspítalans hafi verið skorið niður. 12. febrúar 2016 07:00 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fleiri fréttir Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Sjá meira
Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06
Kári Stef við Bjarna: „Þú ert ekki einu sinni sammála sjálfum þér“ Kári Stefánsson segir að fjármálaráðherra hafi persónulega séð til þess að viðbótarfjármagn til þess að tryggja rekstur Landspítalans hafi verið skorið niður. 12. febrúar 2016 07:00
Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55