Lífið

Tattóveraður þungarokkari í yfirvigt á Frímúrarafundi

Jón Kaldal skrifar
Þota Atlanta kom til Cardiff í nótt frá Dubai þar sem hún var merkt Iron Maiden. Á meðan tónleikaferð hljómsveitarinnar stendur mun hún vera kennd við einkennisfígúru Iron Maiden beinagrindina Eddie the Head, og ganga undir nafninu Ed Force One.
Þota Atlanta kom til Cardiff í nótt frá Dubai þar sem hún var merkt Iron Maiden. Á meðan tónleikaferð hljómsveitarinnar stendur mun hún vera kennd við einkennisfígúru Iron Maiden beinagrindina Eddie the Head, og ganga undir nafninu Ed Force One. Ljósmynd/Air Atlanta
Enska þungarokkssveitin Iron Maiden leggur á morgun af stað í tónleikaferð um sex heimsálfur í Boeing 747-400 Jumbo þotu frá íslenska flugfélaginu Air Atlanta.

Söngvari hljómsveitarinnar, Bruce Dickinson, mun fljúga vélinni en áhöfn frá Atlanta verður honum til halds og traust í ferðinni, sem mun standa í rúmlega fimm mánuði og liggja um 35 lönd.

Dickinson hefur tvisvar áður verið í flugmannssætinu á tónleikaferðum Iron MaidenMynd/Ljósmynd Air Atlanta
Vélin hefur verið máluð með vígalegum einkennismerkjum hljómsveitarinnar og verður frumsýnd í Cardiff í Wales í dag að viðstöddum fulltrúum frá helstu fjölmiðlum Bretlands.

Það mun ekki fara á milli mála hverjir eru á ferð þegar vélin lendir á flugvöllum á ferð sinni um heiminn. Tröllvaxin 747-Jumbo þotan með sína stóru kryppu sker sig alla jafnan úr hópi flugvéla, en með risamynd af hrikalegri einkennisfígúru Iron Maiden verður hún eins tattóveraður þungarokkari í yfirvigt á Frímúrarafundi.

Vélin hefur verið máluð með vígalegum einkennismerkjum hljómsveitarinnar og verður frumsýnd í Cardiff í Wales í dag að viðstöddum fulltrúum frá helstu fjölmiðlum Bretlands.Ljósmynd/Air Atlanta
Bruce Dickinson er mikill flugáhugamaður og hefur verið með atvinnuflugmannsréttindi um árabil, en eins og eflaust margir muna flaug hann um tíma farþegaþotum fyrir Iceland Express.

Dickinson hefur tvisvar áður verið í flugmannssætinu á tónleikaferðum Iron Maiden en fyrir þessa ferð þurfti hann að setjast á skólabekk til að sækja sér réttindi á Boeing 747-400 þotu. Jumbo vélin er tvöfalt stærri en Boeing-757, sem er ein algengasta farþegaflugvél heims.

Þeir staðir sem heimsóttir verða á tónleikaferðalaginu.Ljósmynd/Air Atlanta
Iron Maiden fékk Atlanta til að breyta vélinni verulega fyrir ferðina.  Meðal annars er búið að setja upp bar en auk hljómsveitarinnar, rótara og fylgdarliðs verða um borð tólf tonn af hljómtækjum, ljósum og öðrum tónleikabúnaði.

Tónleikaferðin kallast „The Book of Souls Tour∏ og verða fyrstu tónleikarnir í Fort Lauderdale í Flórída þann 24. febrúar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×