Erlent

Fyrsta samkynja hjónavígslan í Þýskalandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Þeir Karl og Bodo giftu sig í ráðhúsinu í Schöneberg í Berlín.
Þeir Karl og Bodo giftu sig í ráðhúsinu í Schöneberg í Berlín. Vísir/EPA
Fyrstu samkynja hjónavígslurnar í Þýskalandi fóru fram í dag, daginn sem nýsamþykkt lög um samkynja hjónabönd tóku gildi. Víða um landið var hægt að skrá sig í hjónaband í dag þó það sé sunnudagur.

Karl Kreile og Bodo Mende , tveir samkynhneigðir menn sem hafa verið í sambandi í 38 ár, urðu fyrstir allra til að ganga í samkynja hjónaband að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Athöfnin fór fram í ráðhúsinu í Schöneberg í Berlín.

Einstaklingar af sama kyni hafa frá árinu 2001 mátt skrá sig í sambúð í Þýskalandi. Þeir hafa þó ekki notið sömu fríðinda, til dæmis hvað varðar skattgreiðslur og réttindi til að ættleiða börn, og hjón. Þýska þingið samþykkti í júní að leyfa samkynja hjónavígslur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×